Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 26
Ásgarbur 1986. Ljósm.: Hjalti Pálsson.
nokkuð öðrum stíl heldur en algengast er. Yfirsmiður var
Sigurður Sigfússon á Sauðárkróki. I Asgarði er allt sambyggt.
Syðst er íbúðarhús á tveimur hæðum, þá fjósið og yfir því hægt
að gera rúmgóða íbúð, sem Lilja hugsaði sér að einhver iðnaðar-
maður, sem vildi setjast að í sveitinni, gæti fengið til afnota.
Nyrzt er svo hlaða (og aðrar fóðurgeymslur). Það sagði Lilja,
að ef hún yrði andvaka, væri hún alltaf að hugsa um, hvernig
bezt væri að haga öllu til í Asgarði, hún hefði svo mikla ánægju
af því. A efri hæð hússins er gert ráð fyrir aðalíbúðinni. Ollum
vistarverum þar voru gefin nöfn, sem voru táknræn fyir hlut-
verk þeirra eða afnot, svo sem Aðalból, Vinaból, Ketilsstaðir,
Búrfell, Liljulundur. Niðri hugsaði Lilja sér að hafa vefstofu
handa konum í sveitinni. Attu vefirnir að standa þar uppsettir,
svo að konurnar gætu gripið í þá, þegar tími gæfist til. Fleira var
það, sem hún ætlaðist til að konurnar gætu gert niðri sér til
gagns og gamans. Hversu yndislegt hefði þarna ekki getað
orðið, ef hugsjónirnar hefðu rætzt. En tíminn var naumur og
24