Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 27
LILJA SIGURÐARDÓTTIR f ÁSGARÐI
fjárhagurinn þröngur. Allar framkvæmdir voru þó mjög mynd-
arlegar. Túnhliðið við veginn er hið traustasta. Steypt skýli eru
sitt hvorum megin við það. Heitir annað Biðlundur, þar er hægt
að leita skjóls, ef beðið er eftir bíl eða öðru, hitt var nefnt
Brúsastaðir, ætlað fyrir mjókurbrúsana, sem þá voru notaðir,
en þekkjast nú tæplega lengur.
Gísli Sigurðsson lézt haustið 1948, varð bráðkvaddur heima á
Víðivöllum. Var það mikið áfall fyrir Helgu. Þau voru hvort
annars stoð og styrkur og sambúð þeirra mjög góð. Missir Lilju
var einnig sár, því að engum mun hún hafa unnað meira en
Gísla, hans minnist hún mest, er hún rifjar upp liðna ævi, sjálf
áttræð og sér hann í anda „með sólarbros og glettni í svörum".
Helga var áfram á Víðivöllum, og höfðu þau Gísli Jónsson
heimili saman. Hann hirti fyrir hana þær fáu skepnur, sem hún
átti. Þegar frá leið, var hún oft fjarverandi og flutti alfarin frá
Víðivöllum 1960. Hafði þó áður verið í Varmahlíð eitt eða tvö
ár. Hún dó í Reykjavík í janúar 1978 og hvílir í grafreitnum
heima á Víðivöllum.
Gísli Jónsson fór að búa á Víðivöllum eins og áður segir.
Hann keypti jörðina og hefur gert þar stórvirki í byggingum,
ræktun og vélvæðingu eins og svo margir bændur á þessum
árum. Hann kvæntist 1960 Unni Gröndal frá Reykjavík. Skipar
hún sinn sess á Víðivöllum með sóma sem rausnarleg og góð
húsmóðir eins og þær konur, sem áður hafa verið nefndar.
Halldóra Gísladóttir og maður hennar Sigurður Kristjánsson
búa nú á móti Unni og Gísla, svo að það eru góðar horfur á, að
ekki ljúki sögu afkomenda Sigurðar og Sigurlaugar þar í bráð.
Það segir Unnur, að Lilja hafi kennt sér fjölmargt, sem tilheyrir
heimilisrekstri í sveit, og fái hún það ekki fullþakkað. Mátu þær
hvor aðra mikils.
Meðan Lilja var að koma upp húsinu í Asgarði, reisti hún
skúr, sem hægt var að elda í og sofa. En hún átti alltaf vísa
aðstoð hjá Gísia frænda sínum og húsaskjól, þegar þess þurfti
með. Frændfólk hennar studdi hana dyggilega og nágrannar
25