Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 29
LILJA SIGURÐARDÓTTIR í ÁSGARÐI
Lilja og Friðjón undu hag sínum vel í Asgarði og voru alltaf
að laga í kringum sig. Ekki kom Lilja upp skrúðgarði þar
uppfrá, en suðaustan við húsið er stórt og fallegt seljutré, sem
hún gróðursetti um leið og byrjað var að byggja.
Veturinn 1970 fékk Lilja slæma byltu og mjaðmarbrotnaði.
Eftir það steig hún ekki í fæturna, en lá á Héraðssjúkrahúsi
Skagfirðinga nokkrar vikur, hress í anda og heyrðist ekki
kvarta. En skyndilega fékk hún heilablæðingu og lamaðist.
Lifði hún þannig fáa daga. Dánardagur hennar var 24. marz
1970. Á sjúkrahúsinu skrifaði hún ýmislegt niður, þar á meðal
bréf, sem hún fékk Gísla frænda sínum. Þar sagði hún fyrir um
jarðarför sína, hvernig hún óskaði að tilhögunin yrði. Tók til
sálmana, sem hún vildi láta syngja, hverjir skyldu bera hana til
grafar, og að henni þætti vænt um, að börn stæðu næst kistunni
í kirkjunni. Áttu þau að syngja tvo sálma. Langaði hana til, að
börnin héldu á kertaljósum, en bað að gæta þess vel, að ekki
stafaði eldhætta af. Helzt vildi hún ekki neina ræðu, en tók
fram, hvað hún vildi láta minnast á, ef eitthvað yrði talað yfir
moldum hennar. Var farið að óskum hennar. Jarðarförin var
mjög fjölmenn og hátíðleg. Kringum kistuna stóðu frænkur
hennar og margar unglingsstúlkur úr sveitinni með lýsandi kerti
í höndum. Sr. Sigfús J. Árnason, sem þá var sóknarprestur á
Miklabæ, jarðsöng. I ræðu sinni fylgdi hann að mestu því, sem
Lilja hafði sjálf skrifað niður. Kom þar fram, það sem mörgum
var ókunnugt, að hún hafði tekið dreng til fósturs, áður en
Friðjón kom til hennar. Var hann bróðir Rögnvaldar í Flugu-
mýrarhvammi, fæddur 19. júní 1916. Lilja sótti hann út í
Réttarholt 6. júlí, og var hann skírður Sigurður, áður en hún
lagði af stað með hann heim. Faðir hans, Jón Rögnvaldsson, var
fluttur á sjúkrahús daginn eftir og átti ekki afturkvæmt heim til
sín. Sigurður litli dó úr bráðri lungnabólgu tæpra fimm mánaða
gamall. Lilja syrgði hann svo ákaflega, að það leið henni aldrei
úr minni. Þegar ár var liðið frá dauða hans, fæddist Friðjón.
Fannst Lilju það hálfvegis eins og bending til sín um að taka
27