Skagfirðingabók - 01.01.1986, Qupperneq 30
SKAGFIRÐINGABÓK
hann, sem var svo þurfandi fyrir umhyggju. Friðrika hafði sýnt
henni vermandi samúð, þegar Sigurður litli dó, og því gleymdi
hún ekki.
Lilja hvílir í Miklabæjarkirkjugarði. A leiði hennar er einfald-
ur steinn með nafni hennar. Nú er Friðjón fóstri hennar
kominn í garðinn við hlið hennar. Hann andaðist í nóvember
1985 eftir erfitt veikindastríð, sem hann bar með æðruleysi.
Þó að Lilja sé nú horfin af sjónarsviðinu, lifir minning
hennar, og þegar talað er við fólk, sem þekkti hana, kemur í
ljós, að í hugum þess á hún sérstakan sess. Nær allir eiga henni
mikið að þakka, þeir mest, sem stóðu henni nærri. „Mér hefur
aldrei þótt eins vænt um neina manneskju eins og Lilju“, segir
Ingibjörg Sigurjónsdóttir, fóstursystir hennar. Frændi hennar,
sem var hjá henni ungur í Asgarði, skrifar svo í minningargrein
um hana: „Engri manneskju hefi eg kynnst fyrr eða síðar, sem
hefur verið hollari eða bara yfirleitt betri manneskja". (Morg-
unbl. 12. apríl 1970). Einn af sumardrengjunum hennar Lilju
var dr. Snorri Ingimarsson læknir. Hann var í Ásgarði þrjú eða
fjögur sumur. Eftir það hafði hann ætíð mikið samband við
Lilju og Friðjón, kom oft norður og fylgdist með öllu á bænum.
Foreldrar hans létu sér líka annt um þau, hjálpuðu þeim með
ýmislegt og reyndust þeim í hvívetna hið bezta.
Þegar Friðjón var orðinn einn, tóku Snorri og kona hans
Kolbrún Finnsdóttir hann að sér eins og nákominn frænda.
Dvaldi Friðjón hjá þeim í Reykjavík öðru hverju. Nefndi hann
þau og foreldra Snorra oftast „fólkið mitt fyrir sunnan“. Þó að
frændfólk Lilju væri Friðjóni hugulsamt og börn Amalíu litu á
hann sem einn af fjölskyldunni, kom honum vel tryggð og
nærgætni þessa góða fólks. Vildi Friðjón, að Snorri eignaðist
Asgarð og fór svo, að hann keypti jörðina fyrir nokkrum árum.
Dálítið hefur húsið verið lagfært, einkum í sumar sem leið, en
þar er mikið verk fyrir höndum og Snorri oftast önnum kafinn,
svo að ekki er gott að segja hvernig honum tekst að nýta það.
Hvað sem framtíðin ber í skauti sér, er Ásgarður minnisvarði
28