Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 33
LILJA SIGURÐARDÓTTIR í ÁSGARÐI
síns, en í ljóðabók, sem út kom eftir hann, Mér léttir fyrir
brjósti, er þessi vísa:
Hamrar, fossar, hjallar, skörð,
hlíðar, lækir, grundir,
hólar, lautir, balar, börð,
bjóða góðar stundir.
Friðjón gladdist ávallt, þegar voraði. Þá var hans kærasti
árstími. Villiblómin íslenzku voru hans uppáhald, sérstaklega
hin fíngerða bláklukka. Börn löðuðust að honum, og hann
hafði gott lag á að umgangast þau. Þó að hann væri ekki allra,
eins og stundum er sagt og líklega seintekinn, átti hann marga
vini, sem sakna hans. Hann gekk ekki heill til skógar síðustu
árin, en þó kom flestum á óvart, hve snögglega hann kvaddi.
Nú hefur hann séð nýjan dag, og víst hafa orðið feginsfundir
hjá honum og Lilju. Máltæki segir, að maður komi í manns
stað. Það koma nýir menn, en þeir sem voru, hverfa eins og
liðinn tími, sem aðeins er minning. Liðin tíð og gengið fólk er
þó hluti af því sem er og verður.
Aðalheimildamaður er Gísli Jónsson bóndi á Víðivöllum,
auk þess hafði höfundur persónuleg kynni af Lilju og ræddi
við marga aðra, sem þekktu hana. Annarra heimilda er víðast
getið í texta.
H.K.