Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 34
GÖMUL HEIMILD UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
eftir SIGURJÓN PÁL ÍSAKSSON
í ÁRBÓK Fornleifafélagsins 1973 birtist ritgerð eftir dr. Kristján
Eldjárn: Punktar um Hraunþúfuklaustur. Þar dregur hann
saman í einn stað þær frumheimildir, sem honum voru kunnar
um Hraunþúfuklaustur í Vesturdal, og fjallar í framhaldi af því
allrækilega um staðhætti, mannaminjar og sagnir, sem tengdar
eru þessu örnefni. Elzta heimildin er Jarðabók Arna Magnús-
sonar og Páls Vídalíns, frá árinu 1713. Nú hefur komið í
leitirnar heimild um fornar rústir í Vesturdal. Hún er frá árinu
1729, og þar með hin næstelzta, sem þekkt er. Verður hún birt
hér, ásamt ýmsu öðru efni, sem viðauki við ritgerð Kristjáns
Eldjárns.
Bréf Jóns Magnússonar 1729
Handritasöfnun Árna prófessors Magnússonar er flestum
kunn. Hann lét sér þó annt um fleira en skorpin skinnblöð. Allt
það sem varpað gat einhverju ljósi á sögu þjóðarinnar, vakti
áhuga hans. Því stóð hann um áratuga skeið í bréfaskiptum við
fróðleiksmenn í flestum landshiutum og sendi þeim ítarlegar
fyrirspurnir um skjöl, handrit, bókmenntir og byggðarsögu,
svo að eitthvað sé nefnt. Árangurinn varð misjafn eins og
gengur, en engu að síður er í bréfasafni Árna saman kominn
mikill fróðleikur. Því miður er bréfasafnið skörðótt, enda mun
Vulcanus hafa farið um það ómjúkum höndum. Þar við bætist,
32