Skagfirðingabók - 01.01.1986, Qupperneq 37
HEIMILD UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
Á Hraunþúfuklaustri sér til girðinga í kring, og líka
nokkuð til bæjarstæðis í miðju túni. Túnið hefur verið vítt
um sig, allt eða mestallt slétt, nú allt hrísi vaxið.
Bæir tveir, hefur hver fyrir sig heitið Stafn. Sér til
girðinga á báðum. Þeir ytst austanframm við Hofsá. Bær
einn hefur heitið Hóll, sér til girðinga, hann er fyrir
framan hina, austanframm. Bær einn ónefndur þar fyrir
framan austanframm, sér til girðinga. Bær einn ónefndur
vestanframm, svo sem nokkuð þar á móti, sér til girðinga.
Allir þessir fyrir framan Þorljótsstaði (sem er nú fremsti
bærinn), en fyrir utan Hraunþúfuklaustur.
Bær einn vestanframm við ána, miklu utar en allir
þessir, en langt fyrir framan Hof, kallaður Hamarsgerði,
sér til girðinga. Þar hefur verið brúkuð selstaða frá Hofi
fyrir nokkrum árum, en nú fjárhús.
Annars sagt þar skuli verið hafa alls ellefu bæir, og allt
þetta eyðilagzt í miklu plágunni, síðar á Hraunþúfu-
klaustri fundizt klukka, og hún farið til Goðdala.
Frædtu mig á, qvo anno [hvaða ár] að var plágan mikla,
sem víða er nefnd, og flest býli hafa eyðilagzt í hér á landi,
svo sem sagt er, og hvílík sú plága var, ég hef ekkert
eftirtakanlegt um það séð. Hvar er það að finna? Ekki
kann það að vera svartidauði, svokallaður, hún hefur
verið lángt seinna, því 1403 og 1407 hafa lifað þeir, sem
plágu árið eða plágu veturinn lifðu, og hafa vitnað um
það, sem þá hafði skeð. Þú getur leiðrétt mig á þessu.2
Heimildarmenn
Nú er ekki úr vegi að leita einhverra upplýsinga um heimildar-
2 Arne Magnussons Private Brevveksling (Kmh. 1920), bls. 308—9. Ovíst er
hvaða plágu Jón hefur í huga, e.t.v. pláguna síðari 1494 — 5.
35