Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 38
SKAGFIRÐINGABOK
mennina til að leiða getum að, hversu kunnugir þeir hafa verið í
Vesturdal.
Tómas Þorvaldsson var fæddur um 1691. Foreldrar hans
voru Þorvaldur Þórðarson, f. 1647, og Guðný Guttormsdóttir,
f. 1648. Fardagaárið 1702 — 3 er Tómas hjá foreldrum sínum að
Fíryggjum í Víðidal í Staðarfjöllum. Fíryggir voru hjáleiga frá
Reynistað. Tómas virðist hafa verið einbirni eða langyngstur
sinna systkina.
Árið 1712 — 13 er hann bóndi í Vík í Staðarhreppi og er annar
tveggja manna, sem undirrita Jarðabók Árna Magnússonar og
Páls Vídalíns yfir þann hrepp. Er það athyglisvert um svo
ungan mann, aðeins 23 ára. E.t.v. hefur mannfall í stórubólu
1707 greitt ungum manndómsmönnum leið að vildisjörðum og
ábyrgðarstöðum. Næst fréttist til hans vorið 1725, þegar hann
undirritar þingsvitni að Seylu á Langholti. Vorið 1726 selur
kona Tómasar 5 hundruð í jörðunni Hóli í Sæmundarhlíð, og
virðast þau hafa flutzt brott úr héraðinu skömmu síðar. Þá
höfðu þeir Jón Magnússon og Tómas Þorvaldsson líklega verið
sveitungar í tæpan áratug. Ekki er vitað hvar Tómas bjó haustið
1729, þegar Jón vitnar til hans varðandi Hraunþúfuklaustur. En
þremur árum síðar (vorið 1732) skrifar hann nafn sitt undir
þingsvitni sem hreppstjóri Bólstaðarhlíðarhrepps. Þá er hann
líklega bóndi í Þverárdal, a.m.k. er víst að hann bjó þar árin
1733 — 38. Vorið 1738 flytur hann búferlum út á Skagaströnd,
að Þverá í Hallárdal. Þar bjó hann 1738—40 og e.t.v. lengur.
Árin 1744 —57 bjó hann á Finnsstöðum á Skagaströnd (heim-
ildir skortir að vísu um árin 1746 — 52). Vorið 1757 flytur hann
að Bakka í sömu sveit, og þar er hans síðast getið vorið 1760.
Æviferill hans verður ekki rakinn lengra vegna skorts á heim-
ildum.
Kona Tómasar hét Sigríður Hallsdóttir (f. um 1691). Hún var
frá Hóli í Sæmundarhlíð, dóttir Halls Þorsteinssonar bónda þar
og Steinunnar Sigmundsdóttur. Ekki er vitað hvað þau Tómas
og Sigríður áttu af börnum.
36