Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 40
Skottastöðum, sem eru innarlega í Svartárdal í Austur-Húna-
vatnssýslu, hinn fjórði í röð 6 systkina. Næst fréttist til hans
haustið 1729, í bréfi Jóns Magnússonar, þar sem hann miðlar
fróðleik um forn eyðibýli í Vesturdal. I bændatali 1735 er hann
skráður bóndi í Brekkukoti í Lýtingsstaðahreppi. Þá mun flest
talið, sem vitað verður um hann.4
Brekkukot er utan við Mælifell og því alllangt frá Hraunþúfu-
klaustri. Vigfús virðist þó vera svo kunnugur í Vesturdal, að
gera verður ráð fyrir.að hann hafi a.m.k. kynnzt svæðinu vel í
göngum. Nöfnin hefur hann eftir öðrum, eins og fram kemur í
textanum. Báðir eru þessir menn aldir upp í afdölum, og hefur
afdalabyggð kannski verið þeim hugstæðari af þeim sökum.
Augljóst er, að þeir hafa ekki verið manna kunnugastir í
Vesturdal og er því athyglisvert hvað þeir vita þó mikið um
eyðibyggðina þar.
Úr Gráskinnu Gísla Konráðssonar
Þegar svipazt er um eftir heimildum frá 19. öld koma sóknalýs-
ingar Bókmenntafélagsins upp í hugann. En svo bregður við, að
ekkert bitastætt finnst um þessi efni í lýsingu Goðdalasóknar,
sem samin er af síra Jóni Benediktssyni árið 1840.5 Það stafar
eflaust af ókunnugleika hans. Hann var vestan úr Arnarfirði,
fékk Goðdalaprestakall árið 1838 og hafði þjónað því tæp tvö
ár, þegar hann samdi lýsinguna. Sóknarlýsingin er því engin
heimild fyrir því, að sagnirnar um Hraunþúfuklaustur hafi
verið dauðar um 1840.
Árið 1847 tók Gísli Konráðsson að setja saman mikla bók, og
skrifar á titilblaðið: Ymsar íslendskar sagnir, samanritaðar að
4 Manntalið 1703, bls. 269. Bændatöl og skuldaskrár 1720—65 (eftirrit í
Þjóðskjalasafni), bls. 291.
5 Bls. 80—95. Aftan við lýsinguna er smá viðauki um Hraunþúfuklaustur.
Hann virðist ættaður úr Jarðabók Árna og Páls, og hefur því lítið sem ekkert
heimildargildi.
38