Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 41
HEIMILD UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
bón ens Norræna Fornfræðafélags (uppkast), með ýmsum
kveðlingum og gátum.6 Þetta handrit er venjulega kallað Grá-
skinna. Fremst í því er þjóðsagan af Snorra á Þorljótsstöðum
(Geldinga-Snorra). Þessi saga er fjórða elzta heimildin um
Hraunþúfuklaustur, og sannar að sagnir um það hafa lifað góðu
lífi um miðja 19. öld. Framan við söguna stendur: „Eftir Gísla
Jónss(yni)“. Telja má víst, að heimildarmaðurinn sé Gísli Jóns-
son bóndi á Hrauni í Tungusveit. Hann var fæddur 1796 á
Giljum í Vesturdal og ólst þar upp. Var bóndi í Villinganesi
1824—25, byggði þá nýbýlið Hraun í Villinganeslandi og bjó
þar til æviloka, 1858. Hann hlýtur að hafa verið vel kunnugur
um Vesturdal, og því traustur heimildarmaður.7
Olafur Davíðsson tók söguna um Geldinga-Snorra upp í
þjóðsagnasafn sitt, og er hún þar í tveimur hlutum.8 Ólafur
virðist hafa breytt texta Gísla Konráðssonar svo mjög, að
heimildargildi hins prentaða þjóðsagnasafns, t.d. varðandi ör-
nefni, er mjög takmarkað. Rétt þykir því að prenta söguna hér
eftir handritinu. Þeir sem áhuga hafa, geta borið textana saman,
enda er textameðferðin í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar athygl-
isvert rannsóknarefni.
SNORRI Á ÞORLJÓTSSTÖÐUM (GELDINGA-SNORRI)
Það er sagt, að maður hét Snorri og var kallaður Geld-
inga-Snorri. Hann bjó á Þorljótsstöðum í Guðdölum í
Hegranessþingi nokkru eftir svartadauða að sagt er. Atti
hann sauði allmarga, er hann lét úti liggja í
Þorljótsstaðarunu á vetrum. Barst það þá að, að vetur
6 Lbs. 1293 4to.
7 Æviþáttur Gísla Jónssonar er í Skagfirzkum œviskrám 1850—1890 II, bls.
53-55.
8 Prentuð í Þjóðsögum Ólafs Davíðssonar III (Rvík 1979), bls. 8 og 25—27.
Yngri gerð hennar er í Grímu hinni nýju III, bls. 76—78. Þar er ekkert
minnzt á eyðibýli í Vesturdal.
39