Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 42
SKAGFIRÐINGABÓK
lagði á afar harðan. Með sauðum Snorra voru tveir
forustusauðir allgóðir. Var það þá, að honum hurfu allir
sauðirnir milli þrettánda og nýárs, og fann hann þá
hvergi, hversu mjög, sem hann leitaði. En er upp fór að
taka um vorið, voru sauðirnir allir komnir á stöðvar sínar.
Næsta vetur lagði og á harðan. Hugði Snorri þá að gæta
betur sauðanna, fór um sama leyti til sauðanna, en stakk
áður á sig9 magáli feitum, og kom þangað, er enn heitir
Snorrasteinn, yfir og út undan Klaustrum, þar verið hafði
bær fyrir dauðann, og talinn merkilegur. Snorri settist á
steininn og át magálinn, en sauðir hans voru þá vestan
árinnar sunnan við Hraunþúfugilið. En er hann vildi fyrir
þá, runnu þeir upp Hraunþúfuranann á Hraun suður.
Snorri elti þá, en fékk ei fyrir þá komizt. Veður var þykkt
og drífandi. Er sagt þeir færi austan Asbjarnarvatna, er
fyrri voru kölluð veiðivötn mikil, — Lambamannahrauns
og Illviðrishnúka austan Hofsjökuls. Elti Snorri samt nær
þrimur dægrum, unz hann kom að lyktum á slegna jörð.
Því næst sá hann fjárhús. Stóð maður þar fyrir dyrum, og
sagði sá, er hann sá sauðina: „Þið eruð þá komnir aftur,
veslingar!“ Snorri spyr hvert hann vissi nokkuð til þeirra
fyrri? Sá kvað þá verið hafa þar enn fyrra vetur. Snorri
spyr, hvar hann væri kominn og hvert. Sá sagði: „Að
Hamarsholti í Hreppum“. Var þetta bóndi þar. Var
Snorri með honum vel haldinn um veturinn. En á föstu-
daginn langa lögðu sauðir Snorra norður fjöll, aftur sömu
leið, og hann með þeim. Kom hann heim laugardagskvöld
fyrir páska. Gekk heim í eldhús og fann þar kjöttrog við
hlóðir. Greip stykki og át. I því kom kona hans í skálann,
sá Snorra, ætlaði afturgenginn og leið í ómegi(n). Tók
hann þá að stumra yfir konunni, og er hún raknaði við
9 Fyrst skrifað med sér; fyrra orðið strikað út og á bætt við ofan línu. Orðið
hér á eftir virðist fremur vera magáli en magál.
40