Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 44
SKAGFIRÐINGABÓK
varð mikill fagnafundur. Mælt er, að Snorri gyldi Ham-
arsholtsbónda sauðabeitina vel.
En það er til merkja sagt um að kirkja hafi verið á
Klaustrum, sem áður er getið, að áfangastaður er það
gangnamanna, er ganga Lambatungur. Er þar hagi fremst
fyrir hesta. Glímdu sumir þeirra að venju. Féll þá einn á
kné, og varð undir knénu sem steinydda úr jörðu. En er
skoðað var, sýndist koparryð á vera. Var til grafið og
fannst þar klukka. Vestan Hofsár sést enn aurmál bæja í
Lambatungum, er heitið hafa Tunga og Tungukot, en
Stafn og Hringur og Hringanes austan árinnar,
Þorljótsstaðamegin. (Snorragerði er og þeim megin, og
framar Þrælsgerði og Hringagerði). (Sumir nefna Traðir,
Pétur(s)sel og Skóga).10 I Hraunþúfurananum er hellir
fyrir sex menn í að liggja, er kallast Bjartabaðstofa. Vita
dyr hans í vestur.11
Um Hraunþúfuklaustur
Víkjum fyrst að nafninu. Tómas Þorvaldsson segir, árið 1729,
að bærinn hafi heitið á Klaustrum. Þetta kemur heim við
málvenju heimamanna 120 árum síðar (í frásögn Gísla Konráðs-
sonar), og enn er hefðin við lýði hjá flestum heimildarmönnum,
sem skráð var eftir á þessari öld, og bezt þekktu til í Vesturdal.
Líklegt er, að forliðurinn „Hraunþúfu-“ sé auðkenni, sem
utansveitarmenn hafa bætt við til að greina staðinn frá Reyni-
staðarklaustri.
Þess má geta hér, að Þórhallur Vilmundarson ritaði grein Um
10 Texti innan oddklofa er viðbót aftan við söguna. Texti innan sviga er á
spássíu, og gatti því verið frá öðrum heimildarmanni en Gísla Jónssyni.
11 Þessi texti er prentaður í Syrpu úr handritum Gísla Konráðssonar I (Rvík
1979), bls. 13 — 14. Þar eru slæmar lestrarvillur, einkum í örnefnum. Sú bók
er því tæplega til fræðilegra nota.
42