Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 45
HEIMILD UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
klausturnöfn í Árbók Fornleifafélagsins 1975.12 Þar bendir hann
á, að í Noregi sé það þekkt fyrirbæri að staður heiti Klaustur
(Kloster), þó að fræðimenn telji, að þar hafi aldrei klaustur
verið. Slíkt nafn megi skýra með ýmsu: Að eignin hafi verið
klausturgóss, að mönnum hafi þótt staðurinn afskekktur eða að
þar hafi eitt sinn búið ómannblendinn einbúi. Einnig virðist
Klaustur vera tilvalið selsheiti. Selin voru oftast afskekkt, og þar
var fólk, einkum kvenfólk, oft einangrað langtímum saman.
Rétt er að taka fram, að þess er ekki getið í elztu heimildum,
að klaustur hafi verið á Hraunþúfuklaustri. Jarðabókin 1713
getur um klukkufund þar, og telur líklegt að þar hafi stórbýli
verið. Bréfið frá 1729 segir, að þar hafi verið kirkjustaður. Þar
gæti verið átt við bænhús, sem voru mjög víða á fyrstu öldum
kristni í landinu. Frá Klaustrum að Goðdölum eru 25 km, sem
er óheyrilegur kirkjuvegur. Og þó að reiknað sé með kirkju á
Hofi (þar stóð kirkja fram á 17. öld) styttist leiðin frá
Klaustrum aðeins um 6 km. Hugsanlegt er, að bænhús hafi
verið annars staðar í Vesturdal, t.d. á Þorljótsstöðum, en sögnin
um það færzt yfir á Hraunþúfuklaustur vegna þess hve nafnið
hefur kristilegt yfirbragð. Oneitanlega lægi bænhús á Þorljóts-
stöðum betur við byggð í dalnum.
Síra Jón Steingrímsson er sá fyrsti, sem getur um klaustur á
þessum stað. Ber hann afasystur sína, Guðnýju Stefánsdóttur
frá Silfrastöðum, fyrir frásögninni. Hún var fædd um 1678, og
má því rekja frásögn hennar lengst aftur, þó að skráð sé um
1780. Engu að síður gæti verið um alþýðuskýringu gömlu
konunnar að ræða, eða misskilning síra Jóns, enda nefnir hann
ekki staðinn með nafni. Athyglisvert er að Gísli Konráðsson
minnist ekkert á nunnu- eða munkaklaustur í frásögn sinni af
Geldinga-Snorra, frá 1847. „En það er til merkja sagt, um að
kirkja hafi verið á Klaustrum, . . . [að þar] fannst klukka“ segir
hann.
12 Bls. 79—84. Greinin er samin haustið 1973.
43