Skagfirðingabók - 01.01.1986, Qupperneq 46
SKAGFIRÐINGABÓK
Ævisaga síra Jóns Steingrímssonar var fyrst prentuð í Fjall-
konunni 1898—1903.13 Hins vegar hafði kaflinn um Hraun-
þúfuklaustur verið tekinn upp í síðara bindi Þjóðsagna Jóns
Arnasonar, sem prentað var í Leipzig 1864.14 Þjóðsögurnar
náðu miklum vinsældum á síðari hluta 19. aldar. Er því hugsan-
legt að hugmyndina um „klaustur fram í Lambatungum“, megi
rekja til Jóns Steingrímssonar, og að hún hafi skotið rótum í
Skagafirði eftir 1864, að hún birtist í Þjóðsögum Jóns Árna-
sonar. Víst er, að þessi hugmynd var að festast í sessi, þegar
Daniel Bruun kom að Klaustrum sumarið 1897.
Klukkan kallar
Dr. Kristján Eldjárn gerir frekar lítið úr sögninni um klukkuna,
sem á að hafa fundizt á Hraunþúfuklaustri. Heimildirnar sem
hér eru birtar, sýna að þessi sögn hefur verið alþekkt um
innanverðan Skagafjörð á fyrstu árum 18. aldar, og æ síðan. Ef
dýpra er skyggnzt kemur í ljós, að hún hefur fornt trúarlegt
inntak. Hún bendir til, að fólk hafi talið að á Klaustrum hafi
verið legstaður kristinna manna. Ekki þarf að fletta lengi í
Þjóðsögum Jóns Árnasonar til að sjá, að klukknahljómur var
talinn hafa verndarmátt. Það var útbreidd og alkunn trú, að
hann veitti vörn gegn alls kyns óvættum, tröllum og draugum,
jafnvel myrkrahöfðingjanum sjálfum. Dæmi um þennan átrún-
að er þjóðsagan um Bergþór í Bláfelli, sem vildi láta grafa sig
þar sem heyrðist árniður og klukknahljóð, enda var hann
hlynntur kristnum sið.15 Jón Steingrímsson segir að á klukk-
unni hafi staðið þessi orð: Vox mea est bamba, possum depellere
13 Kaflinn um Hraunþúfuklaustur birtist í Fjallkonunni XV.6, 8. febrúar
1898.
14 Bls. 67-68.
15 Þjóðsögur Jóns Árnasonar I (Rvík 1954), bls. 202—203. Hliðstæðar sagnir
eru í sama bindi bls: 32—35 (Tungustapi), 142 — 153, 200, 271 (Djákninn á
Myrká), 474, 482, 504, 574 (Galdra-Loftur).
44