Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 47
HEIMILD UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
Satan. Það þýðir: Rödd mín er bamba, burt rek eg Satan.16
E.t.v. grillir þó í enn eldri átrúnað í sögninni um klukkuna.
Jón Steingrímsson segir að afasystir sín, sem og aðrir á þeirri
öld, hafi trúað, „að Guð mundi láta klukkur við klingja á
síðasta degi, til að kalla þá dauðu saman og fæla djöflana ofan í
Helvíti“. Því til staðfestingar tilfærir hann erindi úr Sancti
Jóhannes vísum frá kaþólskri tíð:
Fagur er söngur í himna höll,
þar heilagir englar syngja,
skjálfa mun þá veröldin öll,
þá dómklukkurnar hringja.17
Sögnin um klukkuna sem fannst á Hraunþúfuklaustri, bendir
því til, að það hafi verið forn trú, að hinir dauðu þyrftu að hafa
klukku sér til verndar gegn illum öflum, og síðar til sáluhjálpar
á dómsdegi. Og það jafnvel þótt kirkjan legðist af.
Eydibýli í Vesturdal
í Árbók Ferðafélags íslands 1946 birti Hallgrímur Jónasson
greinargóða lýsingu á Vesturdal og eyðikotunum þar. Hann
hafði sumarið áður farið inn að Hraunþúfuklaustri ásamt Páli
Jónssyni, síðar bókaverði. Þeir fengu slæmt veður en góðan
fylgdarmann, Guðmund Sveinsson bónda í Bjarnastaðahlíð,
sem þá var aldraður orðinn. Guðmundur var uppalinn í Bjarna-
16 í kirkjusögu Finns biskups Jónssonar (I. bindi, 1772) birtist þessi áletrun
lítið eitt frábrugðin, en með sömu merkingu: Vox mea est bamban, possum
repellere Satan. Hefur Finnur líklega fengið hana munnlega eða skriflega
frá síra Jóni Steingrímssyni. Kristján Eldjárn telur þessa áletrun frá 15. öld;
því sé sögnin um klukkuna hrein þjóðsaga. Daniel Bruun segir reyndar, að
klukkan í Goðdölum sé steypt upp úr brotum þeirrar klukku, sem fannst á
Klaustrum! Hins vegar skipta hugleiðingar um sannleiksgildi sagnarinnar
ekki máli varðandi þjóðtrúna, sem hér er bent á.
17 Jón Steingrímsson: Ævisagan og önnur rit (Rvík 1973), bls. 35.
45