Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 48
SKAGFIRÐINGABÓK
staðahlíð og var manna kunnugastur um dalinn og óbyggðirnar
suður af honum. Hallgrímur ritaði sérstakan þátt um þessa
ferð: Inn að Klaustrum í Skagafirði (1945).xs Hann nefnir
eftirtalin eyðibýli austan ár, fyrir framan Þorljótsstaði: Stafn,
Þrælsgerði, Hringanes. Og vestan ár, talið frá Hofi: Ham-
arsgerði (fram og yfir frá Giljum), Hrafnsstaði, Skóga, Tungu,
Tungukot og Hraunþúfuklaustur. Hallgrímur segir að fleiri
hafi þarna bæir verið, þótt hér séu ekki taldir.
Elzta heimild um eyðibýlin í Vesturdal er Jarðabók Arna
Magnússonar og Páls Vídalínsv> frá 1713. Þar eru eftirtalin
eyðikot talin: Frá Þorljótsstöðum: Stafn (þar ætla menn verið
hafi lögbýlisjörð), og tvennar girðingar. Frá Hofi: Péturssel,
Hamarsgerði, Hrafnsstaðir, Traðir, Hraunþúfuklaustur og
tvennar girðingar enn, nafnlausar (þrælsgerði). Hér virðist
„þrælsgerði" ekki vera örnefni.
Næst í röðinni er bréf Jóns Magnússonar 1729. Þar er röðin
þessi: Austan ár: Tveir bæir, hefur hver fyrir sig heitið Stafn,
Hóll, ónefndur bær. Vestan ár: Hamarsgerði, ónefndur bær,
Hraunþúfuklaustur. Bærinn Fossar, sem Tómas Þorvaldsson
nefnir, virðist ekki eiga heima í Vesturdal. Að vísu fellur Fossá
ofan í dalinn vestanverðan. Mætti hugsa sér að þar í grennd
gætu hafa verið rústir með þessu nafni. Hins vegar er grunsam-
legt að enginn annar skuli geta þeirra.
Gísli Konráðsson telur upp nokkur eyðibýli í Vesturdal, í
þjóðsögunni um Geldinga-Snorra, 1847. Heimildarmaður var
Gísli Jónsson á Hrauni í Tungusveit. Hann segir: „Vestan
Hofsár sést enn aurmál bæja í Lambatungum, er heitið hafa
18 Hallgrímur Jónasson: Frændlönd. og heimahagar (Rvík 1946), bls. 127—
148. Þáttur af Guðmundi Sveinssyni er í Skagfirzknm æviskrám 1890—
1910 II, bls. 85—6. Arið 1924 bárust Þjóðminjasafni nokkrar útskornar
fjalir frá Guðmundi Sveinssyni í Bjarnastaðahlíð. Fjalirnar eru taldar
frá síðari hluta 11. aldar og hafa trúlega prýtt einhverja skagfirzka
kirkju í tíð þeirra manna, sem bjuggu á Klaustrum.
19 Jarðabók IX, bls. 144—5.
46