Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 50
SKAGFIRÐINGABÓK
Tunga og Tungukot, en Stafn og Hringur og Hringanes austan
árinnar Þorljótsstaðamegin. Snorragerði er og þeim megin, og
framar Þrælsgerði og Hringagerði. Sumir nefna Traðir, Pét-
urssel og Skóga“. Síðustu setningunni er bætt við á spássíu.
Sumarið 1897 gerði Daniel Bruun merkar athuganir í Austur-
dal og Vesturdal eins og fyrr er greint. Hann mældi upp og
teiknaði rústir og skrásetti sagnir eftir heimamönnum, en studd-
ist jafnframt við Jarðabók Arna Magnússonar og Páls Vídalíns.
Hann nefnir eftirtalin eyðibýli í Þorljótsstaðalandi: Snorrahús,
Stafn, Þrælsgerði, Hringanes. Og vestan ár eru: Hamarsgerði,
Hrafnsstaðir, Tunga og Hraunþúfuklaustur (Klaustur eða
Klausturhólar). Einnig segir hann munnmæli um fornbýli eitt,
vestan ár, sem Hrísastaðir hét. „Engin merki þessa býlis sjást,
. . . og enginn veit hvar þeir hafa verið“. E.t.v. eru það rústir
þær, sem Hallgrímur nefnir Skóga. Ornefnin Péturssel og
Traðir, sem nefnd eru í Jarðabókinni, segir Daniel Bruun
algerlega glötuð.20
Margeir Jónsson fræðimaður á Ögmundarstöðum, hefur tek-
ið saman örnefnalýsingar yfir Þorljótsstaði og Hof. Þær eru
varðveittar á Örnefnastofnun. Þorljótsstaðalýsing er að mestu
eftir handriti Sigurjóns Sveinssonar, en hann var uppalinn á
Giljum. Hún mun samin 1933 eða 1934. Lýsingu Hofs skrifaði
Margeir 4. febrúar 1934, eftir frásögn Jósefs Jósefssonar, sem
bjó á Hofi 1902-20.1 þessum örnefnalýsingum er því skilmerki-
lega lýst, hvar flestar rústirnar er að finna, en nöfnin eru þau
sömu og hjá Daniel Bruun. Margeir bætir þó við einum rústum
í Þorljótsstaðalandi, á svokölluðum Selhöfða, talsvert fyrir
framan Hringanes. „Þar er sagt, að hafi verið sel
(Þorljótsstaðasel) og sjást þar vallgrónar girðingar. Þarna var
20 SjíÁrbók Hins ísl. Fomleifafélags, fylgirit 1898. Danskur texti bls. 23—25.
íslenzkur texti bls. 57—61. Þar eru uppdrættir af rústum Þrælsgerðis,
Hringaness, Hrafnsstaða, Tungu og Hraunþúfuklausturs. Talið er að
nafnmyndin Klausturhólar sé komin inn í rit Daniels Bruuns fyrir einhvern
misskilning.
48