Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 51
HEIMILD UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
stundum heyjað frá Þorljótsstöðum, og var talinn 12 hesta
fengur af blettinum". Hér á eftir verður gefið yfirlit um rústirn-
ar. Texti innan gæsalappa er úr örnefnalýsingunum, nema
annað sé tekið fram.
Snorrahús eru utarlega í Þorljótsstaðalandi. Þar er sléttur
grasbali, og sést þar greinilega fyrir hústóft. Er sagt að Geld-
inga-Snorri hafi byggt þar hús fyrir sauði sína. Gísli Jónsson
(1847) nefnir þetta Snorragerði.
Stafn er framan við Þorljótsstaði. Skammt þar fyrir framan
eru tvennar rústir, sem nú heita Þrælsgerði og Hringanes. Þær
hétu Hringur og Hringanes að sögn Gísla Jónssonar (1847), en
Vigfús Sigurðsson (1729) kallar þær líklega Stafn II.
Ef marka má Gráskinnu Gísla Konráðssonar, eru a.m.k.
tvennar rústir fyrir framan Hringanes. Það er Hóll (utar) og ónefnd-
ur bær (rnnar), að sögn Vigfúsar Sigurðssonar (1729); en Þrcelsgerði
og Hringagerði að sögn Gísla Jónssonar (1847). Freistandi er að
telja Hringagerði utar, þó að það sé ekki víst. Þorljótsstaðasel í
örnefnalýsingu Margeirs Jónssonar, á líklega við ytri rústirnar.
Péturssel er skammt fyrir framan Hof. Þar eru tvö gil, Klifgil
og Pétursselsgil. Norðan og neðan við syðra gilið er Péturssel.
„Þar eru óglöggar tóftir“ segir í örnefnalýsingu.
Hamarsgerði er fram og yfir frá Giljum. Þar er „nes, sem
heitir Hamarsgerðisflói. Neðan við hann eru flatar klappir, og á
þeim stóðu beitarhús frá Hofi; kallast þar Hamarsgerði. Beitar-
húsin voru rifin um síðustu aldamót, og eru þar, auk tóftanna,
rústir í nokkrum stöðum. Upp undan Hamarsgerði er Mið-
mundagil, og gæti það hafa verið eyktamark frá Giljum".
Hrafnsstaðir „er fornt eyðibýli fremst í Lækjarhlíð. Þar
markar fyrir húsaleifum og vallargarði, en að öðru leyti er þar
allt hrísi og lyngi vaxið. . . . Hrafnsgil er gljúfragil mikið
sunnanvert við Hrafnsstaði". Bærinn hefur staðið nokkurn
veginn gegnt Snorrahúsum.
49