Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 53
HEIMILD UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
Vigfús Sigurðsson segir, að alls hafi bæirnir verið ellefu, sem
lögðust í eyði í plágunni miklu. Fjöldi rústanna fyllir ríflega þá
tölu, þó að við sleppum Pétursseli og Þorljótsstöðum, sem ættu
þó e.t.v. að teljast með. Hins vegar er órannsakað mál, hvort
þetta hafa allt verið mannabústaðir.
Sá sem þetta ritar er ekki kunnugur í Vesturdal og getur því
hvorki lýst rústum né staðháttum á þessum eyðikotum. Það
forvitnilega verkefni bíður annarra.
Uppbaf og endalok byggdar í Vesturdal
Sumarið 1970 fóru þeir Jón Hnefill Aðalsteinsson og dr. Sigurð-
ur Þórarinsson að Hraunþúfuklaustri og grófu í stærstu tóftina
til að ákvarða aldur hennar af öskulögum.
Ogn neðan við [Heklujöskuna 1104 fannst greinileg gólf-
skán. Var svo skammt á milli öskulagsins og gólfskánar-
innar, að dr. Sigurður taldi helzt, að hús þetta hefði farið í
eyði mjög skömmu áður en Hekluaskan féll.21
Þremur árum síðar fór Þór Magnússon þjóðminjavörður að
Hraunþúfuklaustri, ásamt Sigurði Þórarinssyni og fleiri áhuga-
mönnum, til þess að gera þar könnunargröft.
Við grófum, þar sem Daniel Bruun taldi að væri kirkja, og
komum þar niður á gólfskán og vænan langeld. Þetta
hefur líkast til verið skálinn á bænum, sem þarna hefur
verið. . . . Við grófum þarna á nokkrum stöðum og
fundum gólfskánir, en enga lausamuni. . . . Ekkert af því
sem fannst, bendir til þess, að þarna hafi verið klaustur,
sagði Þór Magnússon, og enga fundum við klukkuna.22
Þór Magnússon sagði í símtali (í marz 1986), að öskulagið
hefði verið u.þ.b. tommu yfir gólfskáninni. Ekki er vitað hvað
21 Jón Hnefill Aðalsteinsson: Grein í Morgunblaðinu 5. ágúst 1970.
22 Frásögn Þórs Magnússonar í Tímanum 1. sept. 1973.
51