Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 55
HEIMILD UM HRAUNÞÚFUKLAUSTUR
skamma búsetu var gróðurfar gjörbreytt. Þorvaldur segir svo
frá:
Ræktunin og fjárbeitin er algjörlega búin að breyta Víði-
dal. Þar sem víðirinn var mestur og hvannstóðið, er nú
víðáttumikið tún. Þó túnið sé stórt, þá fást aðeins af því
40 hestar. Það er snögglent, grasið gisið og sést í mold á
milli stráa, en jarðvegur allur er fullur af gömlum víði-
tágum og hvannarótum. . . . Utan túns er gróður nú allur
töluvert smávaxnari en áður. I dalnum er mest af víðiteg-
undum og lyngi; mýrgresi sést þar því nær hvergi nema á
örsmáum blettum við uppvermsludý.24
Víðidalur fór í eyði árið 1897, eftir 14 ára búskap. Víst var
fleira en þverrandi landkostir, sem stuðlaði að því að svo fór.
En því er þetta dregið fram hér, að af því má sjá hvað hálendis-
gróður er viðkvæmur fyrir ágangi þeim sem fylgir föstum
búskap. Þó að hvannstóð og blómskrúð á Hraunþúfuklaustri
hafi í öndverðu getað lokkað menn til búsetu þar, má telja víst
að eftir tveggja til þriggja áratuga byggð hafi gróðurfar dalsins
verið orðið gjörbreytt og lítt fýsilegt til framfæris.
Þjóðsagan segir, að byggðin í Vesturdal hafi eyðilagzt í
plágunni miklu. Allt frá fyrstu öldum byggðar í landinu hafa
mörg hallæri og plágur dunið yfir, en þegar frá líður renna allar
plágurnar saman í vitund þjóðarinnar. Minninguna um svarta-
dauða ber einna hæst, og þar nema flestar sagnir staðar.
En hvenær byggðist Hraunþúfuklaustur? Erfitt er um það að
segja. Víst er þó, að byggð var á Þorljótsstöðum þegar í heiðni.
Um miðja síðustu öld kom í ljós kumlateigur, lVá km fyrir utan
bæinn, kippkorn uppi í brekkunum. Kristján Eldjárn
rannsakaði staðinn sumarið 1948, og skrifaði áhugaverða hug-
leiðingu, Islands þúsund ár, um eyðibyggðina í Vesturdal.25
24 Þorvaldur Thoroddsen: Ferðabók III (Rvík 1959), bls. 270—71.
25 Stakir steinar (Ak. 1961), bls. 35—46.
53