Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 56
SKAGFIRÐINGABÓK
Fyrst búið var á Þorljótsstöðum í heiðni, er líklegt að sama
máli gegni um Stafn. Hafa þessir bæir trúlega byggzt um eða
upp úr miðri 10. öld. Bæjarnafnið Stafn virðist yfirleitt haft um
fremsta bæ í dal. Samkvæmt því mætti ætla, að Stafn hafi í
öndverðu verið innsti bær í Vesturdal (a.m.k. austan ár), og því
hafi Hraunþúfuklaustur byggzt nokkru síðar. Ef það hefur
gerzt þegar í heiðni, þá hefur staðurinn vissulega borið annað
nafn en nú. Hugsanlegt er að upphaflega hafi verið haft í seli á
Klaustrum, enda er alþekkt, að bæir hafi verið byggðir í fornum
selstæðum.
Mikill harðindakafli gekk yfir í lok 10. aldar. Hann hófst með
óöld í heiðni 975, auk þess sem margir harðir vetur voru á
árunum 990—1010. Olíklegt er, að Skagfirðingar hafi lagt í að
nema land á svo afskekktum stað á þeim árum. Trúlegra er, að
Hraunþúfuklaustur hafi byggzt á árabilinu 1010—20, og farið í
eyði um 1056, en þá var hin svokallaða óöld í kristni. I
Skarðsárbók Landnámu segir:
Þann fyrsta vetur, er ísleifur biskup var á Islandi [1056—7]
var manndauði sem mestur á Islandi af sulti. Þá var allt
það etið, er tönn festi á. . . . Þá var svo snæmikið
hvervetna, að menn gengu flestir til Alþingis.26
Þessi óöld hefur eflaust verið þungt högg fyrir byggðina í
Vesturdal. Niðurstöður fornleifarannsókna benda þó til, að
byggð hafi getað haldizt á Klaustrum eitthvað fram yfir 1057,
e.t.v. til 1078, en þá var annar harðindavetur, „snævetur inn
mikli“.
Lokaorð
Mikil sagnhelgi hvílir yfir Hraunþúfuklaustri. Nafnið hefur yfir
sér seiðmagn gátunnar, en umhverfi og þjóðsagnir undirstrika
26 Landnámabók Björns Jónssonar á Skarðsá (Rvík 1958), bls. 189. Jakob
Benediktsson gaf út. Ur viðauka Skarðsárbókar, líklega komið úr
Hauksbók.
54