Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 60
SKAGFIRÐINGABÓK
ljósmynd af samgöngutæki þessu, tekin vestan megin ár. Rituð
lýsing kláfferjunnar, óprentuð, eftir Jóhannes Orn Jónsson
(Örn á Steðja) fellur vel að þeirri mynd. Jóhannes var frá Arnesi
í Tungusveit, fæddur 1892, og hnútum kunnugur í því byggðar-
lagi fram eftir þessari öld.
Jóhannes Örn skráði frásögn sína að öllu eftir minni skömmu
fyrir andlátið (d. 1960). Kveðst hann hafa heyrt að grjótstöpul
þann sem var vestan ár „hefði hlaðið maður sem Þorsteinn hét,
kallaður „söngur“ vegna mikillar söngraddar, grjóthleðslumað-
ur annálaður“. Nú sér ekki örmul eftir af því mannvirki. Samt
var stöpullinn með þeim ágætum gerður „að lengi enn munu
sjást þess merki“ ritar Jóhannes. „Er hann þó nokkurra álna hár
og hlaðinn úr allmisjöfnu grjóti.“ Ártal var höggvið í stöpulinn,
„annaðhvort 1878 eða 1881“ eftir því sem hann minnti.
Þessu næst lýsir Jóhannes kláfdrættinum, og er einfaldast að
hlíta hér sögu hans beint og útúrdúralaust:
Niður stöpulinn liggja hinir margþættu og gildu vír-
strengir, sem báru uppi kláfinn. En hann rann eftir þeim á
4 gaflahjólum yfir Vötnin. Minnir mig að endar strengj-
anna væru brugðnir í lokaðar lykkjur, er á var rammger
járnbolti og lá hann inn í stöpulinn neðarlega og líklega
jafnframt öryggiskeðjur í jörð niður. Virtist því mjög
tryggilega búið um strengina, enda mjög áríðandi að
engin tilslökun ætti sér stað. Ofan á stöplinum lágu
strengirnir á tréfleka, eða palli, og vóru tengdir við hann.
Var pallurinn orðinn feyskinn og mosavaxinn, enda lík-
lega jafn-gamall stöplinum. Kláfurinn var allstór kassi, er
rúma myndi 1 mann og tvær kindur. Var hann heillegur
og allvel járnbentur; mun hafa verið endurnýjaður. Gat
hann runnið upp á hlaðinn stall í stöplinum, svo ekkert bil
var milli hans og stöpulsins, sem var nauðsynlegt, einkum
þegar kindur vóru ferjaðar, sem ella hefðu getað fest fætur
skaðlega við uppfærslu úr kláfnum.
58