Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 62
SKAGFIRÐINGABÓK
stormi. Urðu menn þá stundum frá að hverfa og neyta
annars færis við betri veðurskilyrði.
Og lýkur hér langri tilvitnun í óprentaða ritsmíð eftir Orn á
Steðja.
II
UNDIR lok marzmánaðar 1920 gerði Jón Halldórsson, bóndi í
Goðdölum, ferð sína í kaupstað á Sauðárkróki. Þetta var ækis-
túr, og fleiri þess konar túra fór hann ekki. A heimleið í
Vallhólmi, rétt utan Vindheimamela, hné hann niður örendur.
Jóni Halldórssyni var þremur árum vant í fimmtugt þegar
hann féll frá. Hann lét eftir sig konu sem var fimm árum yngri,
og fjögur börn, tvo syni og tvær dætur; elzta barnið nýorðið
sextán ára. Fimmta barn þeirra hjóna fæddist tæplega tveimur
mánuðum síðar en faðir þess var allur.
Eins og nærri lætur var fráfall Jóns í Goðdölum þung raun
ekkju hans, Friðriku Sigtryggsdóttur. En hún guggnaði ekki og
bjó í Goðdölum með börnum sínum til ársins 1935. Þá fluttist
hún til Akureyrar. Þar lézt hún 1953.
Friðrika húsfreyja þótti „sköruleg kona, bæði í sjón, raun og
verkurn". En eflaust var það henni styrkur ei að síður, þegar
hún stóð ein uppi með börn sín, að þau hjónin höfðu hagnazt
vel í Goðdölum. Þau tóku jörðina til ábúðar 1904, og óx bú
þeirra „með ári hverju, og stóð það mjög traustum fótum að
lokum“. Vegir þeirra lágu fyrst saman á Mælifelli; Friðrika,
fædd og uppvaxin í Eyjafirði, vistaðist þangað til séra Sigfúsar
Jónssonar, en Jón Halldórsson var hins vegar skagfirzkur mað-
ur. Brúðkaup þeirra stóð á Mælifelli vorið 1903, og munu þau
hafa fengið ábúð í Goðdölum fyrir atbeina séra Sigfúsar; staður-
inn var þá orðinn annexía frá Mælifelli og eign kirkjujarðasjóðs.
Þegar Friðrika Sigtryggsdóttir hafði búið níu ár ekkja í
Goðdölum, barst henni sár harmafregn: Það er júníkvöld og
60