Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 64
SKAGFIRÐINGABÓK
Ferðin austur yfir gekk prýðilega. Og systurnar dvöldust við
gestrisni í Tungukoti. En þegar hallaði deginum fóru þær að
hugsa til heimferðar. Jósef bóndi þurfti að hitta menn að máli
vestur á bæjum og ákvað að slást í för með gestum sínum; þess í
stað ætlaði Kristín dóttir hans að ferja. Hún var allnokkru eldri
en Goðdalasystur og fullteins vön því að stjórna kláfnum og
faðir hennar.
Nú er þar næst til að taka að Goðdalasystur, Jósef bóndi og
Kristín dóttir hans leggja öll fjögur af stað heiman frá Tungu-
koti suður og ofan til ferjustaðarins. Þær systur höfðu notað
kláfinn fyrr en þennan dag, einkum Helga, og hræddust hann
ekki beinlínis. Að vísu heyrðist sagt að hann mætti tryggari vera,
þarfnaðist viðgerðar. Þó var talið háskalaust að fara ferðar sinnar
með honum, væri gát höfð við og kassinn mátulega hlaðinn.
Helga, Ingibjörg og Jósef komu sér fyrir í kláfnum, en
Kristín tók sér stöðu hjá vindunni. Svo hófst ferðin vestur yfir.
Hún gekk greiðlega — þar til leiðin var hálfnuð eða því sem
næst. Þá bilar vindan í snöggri svipan, það slaknar og slaknar á
vírstrengjunum og loks svo, að kláfurinn hrapar niður í ár-
flauminn, færist þó ekki þegar á kaf. Þennan dag var flóð í
Héraðsvötnum sökum hlýinda, og kláfurinn hallaðist, þar sem
hann lá í vatnsskorpunni, undan þungum straumi en lygnum.
Arið 1917 eða svo hafði Flatatungu-kláfurinn bilað með sama
móti og nú. Þá varð snögg „tilslökun“ á dráttarvírunum og
kassinn sökk í Vötnin. Kom þó fljótt aftur úr kafinu og varð
eigi að slysi, fyrir harðfylgi manns sem þá var verið að ferja
vestur yfir. Nokkru seinna var kláfurinn „slæddur upp úr
Vötnunum og strengirnir festir á nýjan leik“ skrifar Jóhannes
Orn á blöðum þeim sem vitnað var til framar, „svo að lyktum
virtist allt vera komið í gamla horfið. Svo fyrntist nokkuð yfir
þetta er frá leið, einkum vegna þess, að ekki varð banaslys“.
Nú var kláfdrátturinn bilaður aftur — og komið í fullt óefni.
Kristín Jósefsdóttir stökk í ofboði frá vindunni og hljóp eins og
hún gat heim að Flatatungu að sækja hjálp.
62