Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 67
SLYSFOR UNDAN FLATATUNGU
þegar hún sá á eftir systur sinni ofan í jökulflauminn; hún trúði
því ekki að systir hennar væri að drukkna, heldur ímyndaði sér
að hún gæti bjargað henni. Og er í þann veginn að sleppa
vírstrengjunum til þess að seilast eftir henni, þegar Jósef hrópar
hátt: „Hvern andskotann ætlarðu að gera!“ Þá var sem hún
hrykki upp af dvala. Hún byrjar að fikra sig eftir strengjunum
til lands. I sömu svifum og hún lætur fallast lémagna til jarðar á
eystri bakkanum ber að Kristínu Jósefsdóttur og mann frá
Tyrfingsstöðum.
Enga vissa hugmynd gerði Helga sér um það, hve langt leið
frá því kláfferjan bilaði og þar til henni sjálfri var borgið; en
Kristín Jósefsdóttir tjáði henni að röska klukkustund hefði
tekið að sækja hjálp.
Þegar Helga Jónsdóttir hafði lítillega jafnað sig eftir slysför-
ina, sá hún að ekkert yrði af því að hún færi heim í Goðdali það
kvöldið. Jósef Jósefsson kallaði því vestur yfir Vötn til Símonar
í Teigakoti og bað hann að bera frétt um slysið til Guðrúnar
húsfreyju á Tunguhálsi; vildi Jósef að hún flytti skilaboðin
áfram að Goðdölum. Helga lagði á hinn bóginn af stað, þegar
hún treysti sér til, út með Vötnum og þau hin sem þarna voru,
ef svo skyldi verða að lík Ingibjargar ræki upp. En þau komu
ekki auga á það neins staðar.
III
DAGINN sem Ingibjörg í Goðdölum drukknaði, fóru bónda-
hjón úr Dalsplássi fram með Héraðsvötnum hestríðandi. A leið
sinni mættu þau konu sem kom framan að og bar þá frétt að
stúlka hefði dáið í Vötnunum, en hún vissi ekki nafn hennar, og
væri líkið ófundið. Hjónin héldu ferð sinni áfram, en með litlu
gleðibragði, enda var ekki lengur til fagnaðar að flýta sér, og
svipuðust með löndum eftir líkinu. „A móts við Herpistanga
65