Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 71
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
eftir SÖLVA SVEINSSON
Æviágrip séra Odds
SÉRA Oddur Gíslason fæddist árið 1740 á Miðfelli í Hruna-
mannahreppi. Gísli faðir hans var Magnússon prests á Grenjað-
arstað, Markússonar prests í Laufási, en móðir Gísla var Guð-
rún Oddsdóttir hins digra, klausturhaldara á Reynistað. Kona
Gísla Magnússonar og móðir sr. Odds var Ingibjörg Sigurð-
ardóttir lögsagnara á Geitaskarði, Einarssonar biskups á Hól-
um, Þorsteinssonar. Sigurður lögsagnari var kvæntur Kristínu
Markúsdóttur frá Laufási, og því voru þau hjón, Gísli og
Ingibjörg, systkinabörn. Auk sr. Odds áttu þau Gísli tvö börn,
Magnús sýslumann í Húnavatnsþingi (f. 1737) og Kristínu,
konu Hálfdanar Einarssonar skólameistara á Hólum (f. um
1743). Onnur þrjú börn þeirra dóu ung.
Gísli Magnússon lauk guðfræðiprófi frá Hafnarháskóla árið
1734 og kom heim samsumars með Akureyrarskipi. Hann hlaut
hins vegar ekki stöðu fyrr en Jón Þorkelsson lét af embætti
skólameistara í Skálholti árið 1737, hlýddi þá „köllun frá bisk-
upinum í Skálholti. . . Jóni Árnasyni“ og tók að sér það „liðuga
skólameistaraembætti".1 Fyrstu árin hafði Gísli bú sitt í Skál-
holti, en 1740 fluttist hann að Miðfelli, og þar fæddist sr. Oddur.
Arið 1746 var sr. Gísla veittur Staður á Ölduhrygg, og vígðist
hann vestur þangað sama ár, en vorið eftir „sótti hann sína
elskulega hústrú, börn og gervallan varnað . . . .“2 Sr. Gísli sat
1 Biskupasögur Jóns Halldórssonar í Hítardal, II (Rvík 1911 — 15), bls. 196.
2 Sama heimild, bls. 197.
69