Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 72
SKAGFIRÐINGABÓK
ekki aðgerðalaus á Stað, byggði m.a. upp kirkju og staðarhús
„af grundvelli forkunnar vel.“3 Og þar hófst uppfræðsla sr.
Odds, „hvar honum kenndu fyrst Látínu Sveinn Pétursson og
Kolbeinn Þorsteinsson djáknar þar.“4
Haustið 1752 lézt Halldór Brynjólfsson biskup og þótti hafa
verið atkvæðalítill í starfi. I hans stað var kallaður til embættis
Finnur Jónsson, en í sama mund andaðist Skálholtsbiskup, og
vígðist Finnur til þess embættis. Því var enn biskupslaust á
Hólum, en haustið 1754 var sr. Gísli á Stað kvaddur utan, og þó
ekki fús að víkja frá Stað, „og vildi hann á allar lundir komast
hjá því, að sér væri það hávigtuga biskupsembætti á herðar lagt,
og gekk svo lengi vetrar, að menn voru í óvissu, hver Hólabisk-
up mundi verða.“5 Ekki er víst nema söguritari vilji gera hlut
sr. Gísla sem stærstan og til þess var vís vegur að sýna lítillæti
hans. En um síðir lét klerkur undan síga fyrir fortölum ágætra
manna og var vígður til skrúðans í Vorrar frúar kirkju 5. maí
1755. Hann sigldi þegar til Islands, skilaði af sér embætti vestra
og kom að Hólum þann 3. september. „Hló þá ei vort kæra
Norðurland á móti, því hér gengu þá mestu harðindi, svo fólk
deyði í þessu stipti hundruðum saman í harðrétti, en jarðir
lögðust allvíða í eyði . . . .“6 Fleira olli búsifjum biskupsár sr.
Gísla, öskufall og fjárpestir, en þrátt fyrir það sat han ekki auðum
höndum í embætti. Hann lét taka niður Halldórukirkju, sem
svo var nefnd, og reisti steinkirkju þá sem nú er staðarprýði;
fékk til þess danskan arkitekt og þýzkan steinsmið. Hann reisti
frá grunni eða endurbætti mörg hús og keypti til prentsmiðj-
unnar nýja stíla; á fjórtán árum lét Gísli biskup prenta um 60
kver og bækur.7
3 Sama heimild.
4 Lbs. 292 fol.
5 Biskupasögur Jóns í Hítardal, II, bls. 198.
6 Sama heimild, bls. 198—199.
7 Sbr. Bókaorminn 15 (Rvík 1985), bls. 16; Haraldur Sigurðsson: Agrip af
sögu prentlistar á íslandi. Síðari hluti.
70