Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 74
SKAGFIRÐINGABÓK
Oddur biskupssonur var skráður í Hólaskóla sama haust og
hann fluttist til staðarins og naut handleiðslu Hálfdanar Einars-
sonar, en hann tók við embætti skólameistara þetta haust, rétt
nýkominn heim frá Kaupmannahöfn. Engar sögur fara af námi
Odds, en líklega hefur hann jafnframt verið föður sínum til
aðstoðar, a.m.k. var hann með biskupi á vísitazíuferðum í
Þingeyjarsýslum og Eyjafirði 1760—61 og að nokkru leyti í
Húnavatnsþingi 1758.8 Oddur brautskráðist vorið 1761, en
sigldi ekki fyrr en ári síðar, hvað sem valdið hefur. Hann var
skráður í stúdentatölu 17. desember 1762, á 22. ári. Hann lauk
guðfræðiprófi með þriðju einkunn árið 1765 og hélt heimleiðis
og dvaldist hjá foreldrum sínum á Hólum, embættislaus um
hríð. Ekki er fært til bókar hvað hann hafði fyrir stafni, en
vitaskuld hefur hann ekki setið aðgerðalaus, og vafalaust hefur
hann verið í brúðkaupi Hálfdanar skólameistara og Kristínar
systur sinnar 1. október 1766, en frá degi til dags sinnt ýmsum
aðkallandi störfum fyrir föður sinn, jafnvel búið sig undir
klerkdóm. Og þess var ekki langt að bíða, að hann axlaði
hempuna. Honum var veittur Miklibær í Blönduhlíð 18. júlí
1767, vígður prestur 1. nóvember sama ár, en tók við kallinu 1.
júní 1768.
Lýsingar samtímamanna á sr. Oddi eru fáar. Arni Þórarins-
son biskup á Hólum (1784—1787) kvað sér vel kunnugt „að
hann hefði fremur litlar . . . gáfur og væri enginn lærdómsmað-
ur, þótt hann væri „attestatius“, og ekki kvaðst vera svo áreið-
anlega viss um reglusemi hans og kostgæfni í embættisfærslu,
eins og vera þyrfti til að geta gefið honum meðmæli til frömun-
ar.“9 Hannes þjóðskjalavörður bætir við og segir, að sr. Oddur
hafi verið „fríður sýnum, stór vexti, hraustmenni, söngmaður
góður og skrifari sæmilegur."10
8 Hannes Þorsteinsson: Æfir lærdra manna (Þjóðskjalasafn).
9 Sama heimild.
10 Sama heimild.
72