Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 75
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
Sighvatur Borgfirðingur lýsir Oddi með líkum hætti: Hann
var „góður saungmaður og ritari, ræðumaður sæmilegur, en
mistækur, góðmenni, en undarlegur, einkum við öl.“n Sighvat-
ur segir, að á unglingsárum hafi hann hlaupið upp í fjall á Stað,
tilefnislaust, og aftur síðar, er hann var orðinn prestur á Mikla-
bæ. Menn fóru eftir honum og sóttu, en hann „lézt. . . ei vita“
hví hann fór svo. Jón Espólín sýslumaður hefur haft ávæning af
þessum fjallhlaupum prests og getur þeirra í Skagfirðingasögu
og verður síðar frá því greint. Loks er að geta umsagnar Jóns
Konráðssonar (1772 — 1850) prófasts á Mælifelli. Sr. Jón var
mætisklerkur og ágætur fræðimaður, frá hans hendi eru m.a.
Prestasögur úr Hegranesþingi. Þar stendur á spássíu: „Sr. Odd-
ur var góður söngmaður og álitinn ræðumaður sæmilegur en
mistækur, góðmenni, en undarlegur, einkum við öl.“12
Af þessum umsögnum verður ekki ráðið í lundarfar sr. Odds,
en láti að líkum gefa þær vísbendingar um hug samtíðarmanna.
Sjálfur lýsir Oddur sér í verkum sínum. Kirkjubók er til með
hans hendi að hluta, rithöndin læsileg og embættisverk skil-
merkilega færð, að því er nú verður séð. Og árlega sendi hann
skýrslur til biskups um uppfræðslu ungdómsins, fermda, gifta
og dána. Þær eru snyrtilega færðar og bera ekki vott óreglu-
semi. Kollegar hans í prestastétt sýndu honum það traust 1769,
að kjósa hann til prófasts þegar sr. Halldór Jónsson dómkirkju-
prestur lézt, „en bæði afsakaði hann sig frá því, enda vildi faðir
hans ekki stefna honum svo úngum í þann vanda, og varð ekki
af því.“13 Vera kann, að klerkum hafi ekki þótt annað hlýða en
kjósa biskupssoninn til vegsemda, þótt þeir vildu fremur ein-
hvern annan til embættisins.
Miklabæjarsókn með Silfrastöðum er víðlend, nær allt frá
Djúpadalsá í norðri að Merkigili í suðri, og til Silfrastaða sóttu
11 Sighvatur Grímsson Borgfirðingur: Prestaœfir (Landsbókasafn).
12 Lbs. 1263 4to.
13 Prestatefir.
73