Skagfirðingabók - 01.01.1986, Blaðsíða 76
Rithönd séra Odds Gíslasonar. Úr skýrslu til hiskups árið 1785 (Biskups-
skjalasafn, B. VI 1,3. Þjóðskjalasafn).
auk þess íbúar í Norðurárdal. Kirkjur voru á Miklabæ og
Silfrastöðum, og líklega hefur sr. Oddur messað til helminga á
sumrum, en þriðja hvern sunnudag á Silfrastöðum að vetrar-
lagi.14 Auk fastra messugjörða sinnti sr. Oddur öðrum
skyldum, sem prestum voru lagðar á herðar: skírði börn,
fermdi, gifti, jarðsöng og annaðist eftirlit með uppfræðslu
ungdómsins. Að jafnaði voru þessi embættisverk ekki lýjandi,
nema í kjölfar farsótta eða hallæra, þegar fólk hrundi niður.
Miklibær í Blönduhlíð er ágæt bújörð, metin til 40 hundraða
eftir 1800, en fornt mat jarðarinnar er ekki til. Auk þess hafði «
klerkur umráð þriggja hjáleigna, Hrólfsstaða, Miklabæjarkots
og Jaðars, en ábúð þeirra var stopul, nema á Hrólfsstöðum.
Sjálfsagt hefur Oddur staðið fyrir búi, þótt ekki sé vitað til víss,
né heldur hver áhöfnin var; árið 1785 voru t.d. 11 manns í
heimili, þar af sex verkfærir.15 Samkvæmt Jarða- og búendatali
bjó Jón Þorláksson á móti Oddi 1785 og ef til vill fyrr, en óvíst
14 Sbr. Sýslu- og sóknalýsingar Hins íslenzka bókmenntafélags 1839—1873,
II, Skagafjarðarsýsla (Ak. 1954), bls. 101. Pálmi Hannesson og Jakob
Benediktsson bjuggu til prentunar.
15 Biskupsskjalasafn, B VII,4 (Pjóðskjalasafn).
74