Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 78
SKAGFIRÐINGABÓK
Solveigar, en engar traustar heimildir er nú að hafa um hugar-
angur hans eða víl af þeim sökum. Ymsar sagnir eru hins vegar
til, en flestar litaðar þeim atburðum, sem síðar urðu.
Móðuharðindin hófust í ágústmánuði 1783 og ollu skaða í
sóknum sr. Odds sem annarra. Fénaður féll unnvörpum af
völdum flúoreitrunar og í kjölfarið fólk, svo fátt varð eftir á
sumum bæjum. Upphafsár harðindanna létust fjórir í sóknum
sr. Odds, en næsta ár kastaði hann moldum á 27 menn.17 Og
hvað sem veldur sótti hann burt frá Miklabæ 1784 og falaðist
eftir Laufási við Eyjafjörð, en fékk litla náð fyrir augum Arna
biskups Þórarinssonar eins og áður er rakið, og hlaut því að
sitja kyrr á Miklabæ. Sjálfsagt hefur fjölgað skjótlega búfénaði
klerks sem annarra, því hagar voru ágætir eftir fellinn og afföll
minni en venjulega, að ætla má.
Sunnudaginn 1. október 1786 reið Oddur að heiman til
messugjörðar á annexíunni. Kom hann „ríðandi frá Silfrastöð-
um og beið eftir kaffi á Víðivöllum um kvöldið; reið svo þaðan í
hlákumyrkri og lézt ekki þurfa fylgdar við, en heim komst hann
ekki og hefur ekki sézt síðan,“ segir í Islenzkum Hafnarstú-
dentum.n
Heimildir um hvarf séra Odds
PÁLL Eggert Ólason segir í Islenzkum æviskrám, að sr. Oddur
hafi andazt „skyndilega á leið heim til sín frá næsta bæ, og eru
þjóðsagnir um hvarf hans.“ Og víst hafa þjóðsögur sprottið af
mjórri vísi en hvarfi prests á heimleið frá messugjörð. Hér við
bætist voveiflegt fráfall Solveigar átta árum fyrr. Þessir atburðir
urðu uppistaðan í þjóðsögunum, tvinnuðust saman í órofa
heild, og skáldin fengu yrkisefni. I tíðavísum 1786 víkur sr.
Sigfús Jónsson í Höfða að örlögum sr. Odds:
17 Biskupsskjalasafn, B VII,3 (Þjóðskjalasafn).
18 Bls. 106. Stafsetningu er hnikað til nútímahorfs.
76