Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 79
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
Miklabæjar messuþjón er mönnum horfinn,
góða biskups Gísla arfinn,
getur ei sést til hans djarfinn.
Það eru undur, það eru sorgir það að fæla,
þar einhver hangir yfir skýla,
ekki mun það þurfa' að tvíla.1
Hvarf sr. Odds hefur einnig leitað á hug sr. Jóns Hjaltalíns í
Saurbæ:
Séra Oddur sómadýr,
sá, er Miklabæ nam fá,
er burt horfinn, öld svo skýr,
á jörð hann ei finna má.2
Nokkrar heimildir eru til frá mönnum sem uppi voru þegar
atburðir áttu sér stað eða litlu síðar og verða nú raktar að
nokkru. Hin elzta er er í skjalasafni Hólabiskups, skýrsla um
látna í umdæmi hans árið 1786. Hún er á dönsku, og þar segir
svo í lauslegri þýðingu:
Einn hvarf í bjartviðri [bleven borte i lyst vejr] kvöldið og
nóttina milli 1. og 2. október. Það var presturinn til
Miklabæjar og Silfrastaða prestakalls í Skagafjarðarsýslu,
hr. Oddur Gíslason, sonur hins sáluga biskups Gísla
Magnússonar á Hólum. Hann kom einn ríðandi frá ann-
exíu sinni á Silfrastöðum síðla kvölds [om aftenen sidlig],
fór til Schevings sýslumanns, sem býr naumast mílusjött-
ung frá prestsetrinu og þaðan aftur í rökkrinu [skumring-
en] og hugðist verða fljótur heim, en á þessari stuttu og
góðu leið hvarf hann gjörsamlega og hefur ekki fundizt
þrátt fyrir rækilega leit nær og fjær.3
1 Lbs. 1386 8vo.
2 Lbs. 178 8vo.
3 Biskupsskjalasafn, B VII,4 (Þjóðskjalasafn).
77