Skagfirðingabók - 01.01.1986, Qupperneq 81
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
eftir var hesturinn í mýri, fyrir neðan völlinn, með
reiðtygjum, en prestur var horfinn og leituðu hans 40
menn í átta daga, en varð aldrei fundinn, og ekkert af
honum, og voru þar um margar getur, því að margt var til
dregið, og engar líklegar, en það þótti einna líkast, að
hann hefði farið í Gegnir, stokk einn í Jökulsá, er kölluð
er Héraðsvötn, þó að eigi fyndist hann.4
Og enn stýrir sýslumaður Espólín penna í Sögufrá Skagfirð-
ingum:
Þetta haust bar það við hinn lta Octobris mánaðar, að
Oddur prestur reið fram að Silfrastöðum til annexíu-
kirkju sinnar; en er hann kom aftur, reið hann um á
Víðivöllum og drakk þar kaffi; kvaðst þá vilja heim;
sýslumaður bauð honum fylgd heim um kvöldið, þó það
væri örskammt, því hlákumyrkur var mikið, en hann vildi
ekki. Og um morguninn eftir var hesturinn í túninu með
reiðtygjum óspjölluðum, en sumir segja keyrið væri lagt á
kirkjugarðinn, en prestur fannst hvergi. Leituðu hans 40
menn í 8 daga, og varð hann aldrei fundinn og ekkert af
honum, og voru um það margar gátur, en engar líklegar.
Kölluðu sumir hann verið mundi hafa heillaðan, og tók
einn maður sessu hans og lét undir höfuð sér um nótt, en
fékk ótta mikinn í svefninum, svo hann freistaði þess
aldrei oftar, og varð mikið hjátrúarefni. En þeirra gáta var
helzt líkleg eða eðlilegust, sem ætluðu hann komizt hafa
heim og farið af hestinum og villzt svo gangandi ofan í
Vötn, en þótt þau væri langt á brottu og í þeim væri leitað
sem varð, eða þá að hann hafi hlaupið á fjöll upp, sem
hann hafði fyrri gjört.5
4 XI. deild (Khöfn 1854), bls. 52. Stafsetning er að nokkru færð til nútíma-
horfs.
5 Fyrsta bindi (Rvík 1976), bls. 120—121. Kristmundur Bjarnason, Hannes
Pétursson og Ogmundur Helgason höfðu umsjón með útgáfunni.
79