Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 82
SKAGFIRÐINGABÓK
Næst er borið niður hjá sr. Jóni Konráðssyni. Hann styðst
við frásagnir Espólíns, en bætir síðan við:
Jón Jónsson, vinnumaður Schevings sýslumanns, gekk á
veg með presti, en fékk ei fyrir presti að fara nema upp
fyrir túngarðinn. Þreifandi myrkur var á en veður var
kyrrt og gott. Var eg á ferð um sama bil 14 vetra og man
gjörla þar til. Sumir segja, að heyrzt hafi sem gengið væri
á bænum, aðrir bera þar á móti og segja það grunsemi hafa
verið.6
Þessu næst er vitnisburður Páls Erlendssonar (1781 — 1852)
prests til Hofs- og Miklabæjarþinga. Hann færði í letur frásögn
sína árið 1846, og heimildarmaður hans var Jón Bjarnason
vinnumaður á Víðivöllum þá atburðir áttu sér stað, „boðinn til
fylgdar prestinum, og var með í leitinni, dag eftir dag.“7 Sr. Páli
segist svo frá:
Nú líða fram tíðir, svo ekkert ber á, til þess haustið 1786,
að prestur messar enn á Silfrastöðum og kemur á
heimleiðinni að Víðivöllum. Þar var þá Vigfús sýslumað-
ur Scheving. Þá var það þreifandi myrkur, að hann vildi
láta fylgja presti heim, sem þó var ekki nema stuttur
stekkjarvegur. Prestur aftók það og fór af stað. Þetta sama
kveld er fólk allt inni á Miklabæ og heyrir, að komið er
upp á baðstofuna og að glugga, en undir eins líkt og sá
sem kom hefði rennt sér eða verið dreginn ofan af veggn-
um. Prestskonan var í búri að skammta, og varð þessa
ekki vör. Einhver í baðstofunni segir: „Farðu fram, Gísli
litli, og taktu opinn bæinn, hann faðir þinn er korninn."
Drengurinn fór, en var svo myrkfælinn, að hann þorði
ekki að fara alla leið, og sneri aftur; hann hefur líklega
6 Lbs. 1263 4to.
7 Blanda, IV (Rvík 1928—31), bls. 66. Lítils háttar er hróflað við stafsetningu,
sem og í öðrum tilvísunum í þetta rit.
80