Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 84
SKAGFIRÐINGABÓK
bæ, og liggur á klöppinni sumur vegurinn. Prestur keyrði
þegar upp á, er þeir fóru úr hlaði, og sneri Arni strax aftur
við vallargarðinn. En það varð á Miklabæ, að fólki heyrð-
ist komið upp á bæinn, en allt heimafólk var myrkhrætt
að sagt var, sökum reimleika eftir Solveigu og prests-
konan eigi minnst; var þá Gísli sonur prests sendur til
dyra og varð einskis var. En að morgni beit hestur prests
þar niður á túninu og vettlingar prests og keyri undir
sessunni í hnakknum, þó hafa sumir sagt, það lægi með
vettlingunum á bæjarveggnum. Hefur aldrei sézt neitt af
Oddi presti síðan. Voru margar getur á, hvað um hann
hefði orðið, en flestir eða allir hugðu Solveigu um valda.
Sumir héldu, hún villti um hann ofan í síki það hyldjúpt,
er Gegnir heitir, er liggur ofan í Jökulsá (eða Héraðsvötn)
neðan Miklabæjar, en aðrir héldu það ólíklegra var, að
dregið hefði hún hann ofan í dys sína, en ekki vildi Vigfús
Scheving sýslumaður heyra það, og sumir fleiri, og er
sagt, hann bannaði að grafa í dysina, því mælt er, að sumir
nefndu það. En líklegust þykir gáta sú, að prestur færist í
Gegni með einhverjum hætti.9
Vert er að gefa því gaum, að Jón Konráðsson, Páll Erlends-
son og Gísli Konráðsson nefna sinn fylgdarmanninn hver: Jón
Jónsson, Jón Bjarnason og Arna Jónsson, og ætla þeim vist á
Víðivöllum.
Stofninn í frásögn Gísla er samhljóða prestasögum Hallgríms
djákna Jónssonar (1780—1836), en þær eru í Lbs. 292 fol. með
hendi Gísla:
Þann 1. október 1786 embættaði séra Oddur á Silfrastöð-
um, kom að Víðivöllum á heimleið, reið svo þaðan
ódrukkinn heimleiðis í rökkrinu, en fannst hvergi síðan
þó oftsinnis leitað væri, en stutt melgata liggur á milli
9 Sama heimild, bls. 68 — 70.
82