Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 86
SKAGFIRÐINGABÓK
völlum, átti mjög stutt heim, en fannst ei, þó af 50 manns
leitað væri nokkra daga, fyrr en ári síðar.11
A spássíu eins handrits Vatnsfjarðarannáls yngsta hefur verið
skrifað: „Síra Oddur fannst aldrei. J.P.“ Fangamarkið á Jón
Pétursson háyfirdómari, sonur Péturs prófasts, sem vígðist til
Miklabæjar 17.maí 1787 og hefði því átt að jarðsyngja sr. Odd.12
Þann 6. ágúst 1789 skrifaði Ragnheiður Pórarinsdóttir
(1738 — 1819) í Viðey bréf til Sveins Pálssonar í Kaupmanna-
höfn, síðar læknis. Ragnheiður var gift Jóni Skúlasyni, Magnús-
sonar landfógeta, og tíundar í bréfi sínu fáum orðum ýmislegt,
sem fréttnæmt gæti talizt í Flöfn, m.a. að
sr. Oddur Gíslason er í vor fundinn niðrí læk þeim, er
Gegnir heitir.13
Ekki er nú vitað hvaðan Ragnheiði komu þessi tíðindi, en
hún átti fjölmennan frændgarð á Norðurlandi; Þórarinn faðir
hennar Jónsson, sýslumaður í Eyjafirði, og Vigfús Scheving á
Víðivöllum áttu t.d. systur, Sigríði og Onnu Stefánsdætur frá
Fíöskuldsstöðum á Skagaströnd.
Sveinn Sölvason (1722—1782) lögmaður tók saman annál og
nefndi íslands drbók. Jón sonur hans (1753 —1799) sýslumaður
á Eskifirði hélt fram verki föður síns í Vidauka árbókarinnar.
Þar segir svo um hvarf sr. Odds:
I Blönduhlíð í Skagafirði bar so til, að presturinn til
Miklabæjar síra Oddur Gíslason embættaði á sinni annex-
íu Silfrastöðum þann . . . sunnudag e(ftir) trinitatis14 og
11 Sama rit, bls. 422.
12 Hér er stuðzt við athugasemdir Þórhalls Vilmundarsonar í ofangreindu
riti, bls. 422, og sama höfundar í Um sagnjrædi (Rvík 1969; fjölritað sem
handrit), bls. 167—168.
13 Sendibréf frá íslenzkum konum (Rvík 1954), bls. 12. Finnur Sigmundsson
bjó til prentunar.
14 Eyða er í hdr. fyrir dagsetningu.
84