Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 88
SKAGFIRÐINGABÓK
lifðu enn í minni alþýðunnar sagnir um atburðina á
Miklabæ, dauða Solveigar og hvarf séra Odds og ýmsar
þjóðsagnir í sambandi við þá, aðallega um þá reimleika,
sem orðið hefðu þar eftir dauða Solveigar. Þá voru einnig
miklar ágizkanir um, hvað af prestinum hefði orðið.
Þessar sagnir flestar voru þá farnar að falla nokkuð í
fyrnsku. — En svo birtist hið þróttþrungna og glæsilega
kvæði Einars skálds Benediktssonar . . . Þá var eins og
þessar gömlu sagnir fengju nýtt líf. Þær rifjuðust upp;
einn mundi þetta, annar hitt, og þannig féllu þær sem
hlekkur í hlekk og mynduðu samfellda keðju, og þannig
hafa þær eflaust geymzt í minni manna frá kynslóð til
kynslóðar. Eg hlýddi á ungaaldri með athygli á þessar
sagnir og nam þær. Síðar, þegar eg hafði meiri þroska,
hripaði eg þær upp, og þær eru uppistaðan í þætti þessum.
. . . Og það er mesta furða, hvað sögnum, sem eg skrifaði
upp fyrir 50 árum, bar saman við þær heimildir, sem eg
hef síðar séð. Eg skal sérstaklega taka fram, að eg hafði
ekki lesið frásögnina í Arbókum Espólíns, er eg skrifaði
niður hinar munnlegu sagnir.17
Þær heimildir sem Jón greinir eru raktar hér að framan og
nokkrar að auki. Með samanburði má því kanna hvaða munn-
mæli hafa geymzt um atburði á Miklabæ. Auðvitað er heim-
ildargildi þeirra vafasamt. Meira en hundrað ár voru liðin frá
atburðum, og frásagnir Jóns eru því komnar á blöð um marga
liðu heimildamanna, úr akri sem lengi hafði legið í órækt, en
kvæði Einars lífgaði við, virðist jafnvel hafa kveikt nýjar sögur.
Hvarf séra Odds frá Miklaba er magnað ljóð, þrungið óhugn-
aði og dul, sem aukið er á með endurteknum hljómstríðum
orðum og meitluðum setningum, sem jafnan einkenna kveð-
skap Einars; lesandi heyrir hófatakið í upphafserindinu:
17 Gríma XXIII, bls. 18 — 19.
86