Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 94
SKAGFIRÐINGABÓK
Fyrir hurðum úti er hjálparlaust
háður leikur af einum. —
Svo næsta dag, þegar dyrum frá
dragbröndum verður skotið,
liggja handvettir klerksins hlaðinu á,
höttur og keyri brotið.
En presturinn hefur ei síðan sézt.
Menn segja, að hvarfinu valdi
draugur, er mann hafi dregið og hest
í dysina — og báðum haldi.18
Frásögn Jóns Jóhannessonar af hvarfi sr. Odds er að ýmsu
frábrugðin öðrum heimildum, og sýnilega að nokkru mótuð af
kvæði Einars og þjóðsögunni:
Annexía frá Miklabæ er Silfrastaðir, og messaði séra
Oddur þar 1. okt. 1786. Var presti fylgt þaðan eða
sóknarfólk honum samferða út að Víðivöllum, en þar bjó
þá Vigfús Scheving sýslumaður Skagfirðinga. Víðivellir er
næsti bær við Miklabæ, og ekki lengra en stekkjarvegur í
milli bæjanna. Prestur stanzaði eitthvað á Víðivöllum, því
að vinfengi var gott milli hans og sýslumanns. Var hann
lítið eitt ör af víni, er hann fór þaðan, og kvaddi sýslumað-
ur vinnumann sinn, Árna að nafni Jónsson, (aðrar heim-
ildir nefna hann Jón Björnsson19), til að fylgja honum
heim að Miklabæ. Prestur taldi þess þó enga þörf, því að
hann riði góðum hesti og yrði skamma stund heim. Þó fór
Árni með honum af stað og taldi sig hafa fylgt honum alla
leið að túngarði á Miklabæ, en mjög var í efa dregið síðar,
18 Kvæðið er prentað hér eftir Sýnisbók ljóða Einars Benediktssonar (Rvík
1957), bls. 36-41.
19 Hér er líklega átt við Jón Bjarnason, sbr. bls. 80.
92