Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 95
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
að hann hefði fylgt presti lengra en á túngarðinn á Víði-
völlum; hefði prestur þá sagt honum, að hann þyrfti eigi
lengra, slegið í hestinn, sem var skaflajárnaður góðhestur,
og riðið hina efri leið út hjá Víkurkoti og yfir klöpp eina,
sem er á þeirri leið, en Arni snúið heim aftur að Víði-
völlum og talið sig hafa fylgt presti lengra en raun var á. —
Veðri var þann veg háttað, að hlákustormur var og mjög
dimmt, en að öðru leyti gott veður. Fékk Vigfús sýslu-
maður ámæli mikið af að hafa eigi gengið nógu ríkt eftir
við Arna að fylgja presti alla leið, og var mælt, að hann
hefði af því hina mestu skapraun.
Nú víkur sögunni að Miklabæ. — Heimafólk var þar
allt inni við, og bæ hafði verið lokað. Var fólk í baðstofu,
nema prestskona og griðkona, sem voru í búri, og var
prestskonan að deila kvöldverði til heimafólksins. Nú
heyrðu heimamenn, að riðið var í hlað, og þóttust vita, að
það mundi vera prestur.20
Þessu næst vitnar Jón í frásögn Páls á Brúarlandi, en heldur
síðan áfram:
Aðrar sagnir herma, að einn vinnumanna hafi farið til
dyra, en mætt Solveigu heitinni eða afturgöngu hennar í
göngunum, snúið við það inn og sagt fólkinu, og enginn
síðan þorað til dyranna; hafi vinnumenn freistað hvað
eftir annað um kvöldið að fara út, en Solveig ávallt varnað
þeim þess. — Eftir skamma stund heyrði fólkið, að komið
var upp á vegg baðstofunnar við glugga einn, bjóst við, að
það væri prestur og myndi kalla inn til fólksins, en
jafnskjótt virtist maður þessi vera dreginn niður af veggn-
um. Rak hann þá upp óp mikið, og þóttist fólkið þekkja
þar rödd prests. Rétt á eftir voru högg mikil rekin í
bæjarþil. Var þá freistað að ganga til dyra, en þar var
20 Gríma XXIII, bls. 8 — 9.
93