Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 96
SKAGFIRÐINGABÓK
Solveig ávallt fyrir og varnaði körlum prests útgöngunn-
ar. Sýndist þeim eins og áður, að höfuð hennar væri kert á
bak aftur, blóðbogi mikill stæði úr undinni á hálsinum og
hún otaði að þeim hnífnum, er hún hafði skorið sig á háls
með. Sneru þeir við það aftur til baðstofu. Sat nú fólkið í
baðstofunni sem örvita af ótta og skelfingu lostið, enda
var nú húsum riðið, svo að brakaði í hverju tré, og ef hurð
baðstofunnar var opnuð, stóð Solveig ávallt í gættinni og
ógnaði fólkinu. Gekk það svo alla nóttina, að enginn festi
blund þar á bænum.21
Ummerki á Miklabæ eru með líkum hætti í frásögn Jóns og
annarra, skaflaförin sáust „eftir hest hans á hlaðinu, og á
bæjarkampi lágu vettlingar hans og vafinn um þá lokkur úr faxi
hestsins. Þar lá einnig svipa hans brotin í tvennt... .“ Og
alþýðutrú var, „að Solveig hefði dregið prest í kuml sitt.“
Hvarf séra Oddur?
Og HVAÐ gerðist þá sunnudaginn 1. október 1786? Eða öllu
heldur: Hvernig hvarf séra Oddur? Að mestu eru heimildir
samhljóða, prestur kom að Víðivöllum um kvöldið, þá þar kaffi
og hélt síðan heimleiðis. Sumar heimildir greina að hann hafi þá
verið við öl, flestar hins vegar að hann hafi verið ódrukkinn;
„drakk þar kaffi“ segir Espólín, rétt eins og venjan væri önnur.
Veður var gott, en dimmt yfir, sunnan hlákumyrkur; „lyst vejr“
gæti reyndar þýtt tunglskin, en samkvæmt upplýsingum Þor-
steins Sæmundssonar stjörnufræðings var tungl tíu daga gamalt
þann 1. október 1786 og lágt á lofti. Oljóst er, hvort presti var
fylgt og þá hversu langt. Sjaldnast voru prestar einir á ferð bæja
í milli, hvað þá lengri leiðir, en ólíklegt er, að séra Oddi hafi
verið fylgt þennan spöl til Miklabæjar. Og þangað komst
klerkur aldrei. Nú verður seint vitað til víss hvað um hann varð,
21 Sama heimild, bls. 9—10.
94