Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 99
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
þeim stórmerkjum, að séra Oddur væri fundinn. Örugglega
hefur séra Guðlaugur skráð í annál sinn minni tíðindi, og án efa
hefur Sveini Pálssyni þótt mikið um slíka fregn, enda náskyldur
prestsmaddömunni á Miklabæ.
Sagnir voru til í Hólmi og víðar a.m.k. fram yfir 1920, að lík
séra Odds hefði fundizt og verið jarðsett frá Goðdalakirkju í
skjóli séra Jóns, tengdaföður klerks.4 Pá verður að ætla, að sr.
Oddur hafi grandað sér. Svipuð er tilgáta Benedikts frá Hof-
teigi. Hann telur bréf Ragnheiðar í Viðey trausta heimild um að
lík séra Odds hafi fundizt vorið 1789 og með biskupsvígslu
Sigurðar Stefánssonar 10. maí sama ár hafi verið greiður vegur
að veita presti kirkjulegan yfirsöng, en þeir biskup voru systra-
synir. Jafnframt tók séra Pétur Pétursson við prestsembætti á
Miklabæ, en fyrri kona hans, Elín Grímólfsdóttir og séra
Oddur voru þremenningar. Benedikt heldur því fram, að þessir
valdamenn ásamt öðrum, m.a. Vigfúsi sýslumanni og Stefáni
Thorarensen amtmanni, hálfbróður Ragnheiðar í Viðey, hafi
gert þagnarsamsæri um að grafa jarðneskar leifar séra Odds í
vígðri jörð, og hafi Héraðsdalur orðið fyrir valinu, „afskekkt-
astur grafreitur í Skagafirði, og því tilvalinn til jarðarfarar í
kyrrþey. Þannig virðist hún vera hin raunhæfa, eða raunveru-
lega saga sem af þessum atburðum má segja.“5
Nú er þess næst að geta, að í kirkjubók Miklabæjarsóknar er
ekki stafkrókur um lát séra Odds, hvað þá að líkið hafi fundizt.
Sr. Pétur Pétursson fékk Miklabæ 17. janúar 1787 og vígðist
þangað 17. maí um vorið. Honum gátu verið ljósir málavextir,
en ekki sá hann ástæðu til að skrá lát forvera síns í kirkjubókina,
og hverju á þá að trúa? Þórhallur Vilmundarson prófessor telur,
að vegna „þagnar kirkjubóka og vitnisburðar sýslumanns Skag-
firðinga og sonar eftirmanns séra Odds í Miklabæ, sem fyrr
getur, hlyti að hafa verið reynt að leyna líkfundinum (t.d. vegna
4 Sögn Sveins Sölvasonar, Kristínar Sölvadóttur o.fl.
5 Benedikt Gíslason frá Hofteigi: Fólk og saga, bls. 93—95.
97