Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 100
SKAGFIRÐINGABÓK
sjálfsmorðs?), ef rétt væri hin nákvæma samtímafrásögn Ragn-
heiðar Þórarinsdóttur um fundarstað og fundartíma líksins. Ef
slík launung er talin ósennileg með öllu, t.d. vegna trúarhug-
mynda og erfiðrar aðstöðu til slíkrar leyndar, verður að hafna
frásögn Ragnheiðar og séra Guðlaugs í Vatnsfirði um fund
líksins.“6 Því er loks við að bæta, að einhverjar sagnir voru á
kreiki þess efnis, að lík sr. Odds hefði fundizt við Héraðsvötn
nokkrum árum eftir hann hvarf, að vísu óþekkjanlegt, en menn
þóttust bera kennsl á fataleifar.7
Jón Jóhannesson getur þess til, að séra Oddur hafi staðið í
ástarsambandi við Solveigu og voveiflegt fráfall hennar hafi
valdið honum óbærilegu samvizkubiti og smám saman leitt til
þunglyndis og taugaveiklunar, unz hann gafst upp og grandaði
sér með einhverjum hætti, en „hvar eða með hverjum hætti,
verður sennilega aldrei vitað.“8
Þá er þess að geta, að utan og ofan við gamla túnið á Miklabæ
er Torfhóll, „melhóll að mestu. . . . Um aldamótin 1900 var
tekinn ofaníburður í veg úr áðurnefndum Torfhóli; þá fundust
þar bein úr manni og hesti; hafði verið hlaðið grjóti utan um
dysina, en þó var nokkuð af beinunum utan við hleðsluna, eins
og hún hefði verið rofin. Það er forn sögn, að þarna hafi í
fyrndinni staðið orusta.“9 Ætli þessi beinafundur hafi ekki
skotið fótum undir nýjar getsakir um hvarf séra Odds?
Engar samtímaheimildir nefna þann möguleika, að séra Odd-
ur hafi verið myrtur. En löngu síðar, vorið 1937, kom fram á
miðilsfundi, að séra Oddur hefði verið „veginn af jarðneskum
mönnum. Afdrif hans hafi orðið þau, að honum hafi verið
sökkt í svonefndan Solkupytt," segir séra Lárus á Miklabæ.10
6 Um sagnfrœdi, bls. 168.
7 Sögn Magnúsar H. Gíslasonar, en hann hafði eftir afa sínum,
Sveini Eiríkssyni á Skatastöðum.
8 Gríma XXIII, bls. 30.
9 Ornefnalýsing Miklabæjar í Örnefnastofnun Þjóðminjasafns.
10 Tímaritið Morgunn 1937 (Rvík), bls. 235.
98