Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 101
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
Nú verður að teljast fjarska ólíklegt, að séra Oddur hafi verið
veginn. Hafi slíkar grunsemdir skotið upp kollinum, er næsta
ótrúlegt að þeirra væri ekki getið í þeim heimildum, sem hér að
framan voru raktar. Og hverjir voru líklegir til þess að vinna
slíkt voðaverk? Þessi tilgáta vekur því fleiri spurningar en unnt
er að svara.
I ljósi þeirra heimilda, sem nú hafa verið raktar, er nærtækast
að ætla, að séra Oddur hafi grandað sér, hvort sem var af
ásetningi eða „ráðleysu einhverslags". Hann hefur kiknað und-
an örlögum og ábyrgð, sem lífið lagði honum á herðar, hvort
sem valdið hefur sjálfsmorð Solveigar og margvíslegur sögu-
gangur, sem búrgöngull varð í kjölfarið, eða áföll af völdum
óblíðrar náttúru, jafnvel kvíði; „sjálfframdar hefndir“ hafa yfir-
bugað sjúka lund. Af heimildum virðist mega ráða, að séra
Oddur hafi verið tilfinninganæmur, jafnvel veill á geði, þótt
talinn hafi verið karlmenni, og hvað sem um heimildagildi
munnmæla má segja, eru sterkar líkur til þess, að heimilisbragur
á Miklabæ hafi verið lævi blandinn eftir dauða Solveigar. Næsta
víst er, að óhugur og jafnvel skelfing hefur gripið um sig eftir
voðalegan dauðdaga Solveigar, hvort sem menn hafa séð hana í
hverri gátt eður ei, en megi marka Píslarsögn Jóns Magnússonar
(um 1610—1696) er slík sefjun ekkert einsdæmi. Séra Jón taldi
sig fórnarlamb galdramanna, og í riti sínu lýsir hann hvað eftir
annað þeim píslum, sem lagðar voru á hann og heimafólk á Eyri
við Skutulsfjörð:
Fór svo fram og þrálega vaxandi djöflanna ógnir og árásir
í bænum, svo að á kvöldtímunum mátti líkavel mitt
heimafólk ekki í náðum sitja eður standa, svo þeir fyndu
þar ekki til, því ýmsir sögðu við aðra: „Nú er það hérna,
nú tekur það fótinn, síðuna, höfuðið.“ Varð það þá
úrræðanna sérhvers, sem fyrir varð, að fara úr þeim stað,
sem hver var staddur, annaðhvort að ráfa og hræra sig
ellegar að sitja eður standa annarstaðar. En sú aðferð, sem
99