Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 103
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
Sjálfsagt hefur þjóðsagan snemma komizt á kreik, og í sjálfu
sér rennir hún stoðum undir sannleiksgildi þeirra sagna, sem
segja að séra Oddur hafi aldrei fundizt; annars væri grundvöllur
hennar brostinn. „Þjóðsaga er saga, sem að jafnaði hefur orðið
til án beitingar ritlistar og varðveist hefur í munnmælum,
andstætt hugtakinu bóksaga“ segir í fræðiriti.14 Sagnir og munn-
mæli hafa vísast verið á kreiki meira en hálfa öld, þegar Jón
Arnason skráði þjóðsöguna um Miklabæjar-Solveigu, breytzt
og mótazt í munni sögumanna. Og sagan lýtur lögmálum
þjóðsögunnar: Frásagnarháttur er einfaldur, höfuðatriðum er
lýst í réttri tímaröð, aðalpersónur eru fáar, og svo sem hæfir
draugasögum er frásögnin þrungin dul og óhug:
MIKLABÆJAR-SOLVEIG
Stúlka ein er Solveig hét var hjá séra Oddi Gíslasyni á
Miklabæ. Hvort sem prestur hefur þá verið milli kvenna eða
verið búinn að missa konu sína er óvíst, en hitt er víst að
stúlka þessi lagðist á hugi við prest og vildi umfram allt að
hann ætti sig, en prestur vildi ekki. Af þessu varð stúlkan
sturluð og sat um að sálga sér er henni gafst færi á. Kona ein
svaf hjá henni á næturnar sem Guðlaug hét Björnsdóttir,
systir séra Snorra á Húsafelli, til að verja henni að fara ofan,
en á daginn höfðu allir heimamenn gát á henni.
Eitt kvöld í ljósaskiptunum komst Solveig þó ofan og
stökk þegar út í tóftarbrot er var á túninu. Vinnumaður var
hjá presti er Þorsteinn hét; hann var ötull og ófyrirleitinn.
Hann varð var við Solveigu er hún hljóp úr bænum og veitti
henni þegar eftirför. En svo var hún handfljót að hún var
búin að skera sig á háls í tóftinni er hann kom að. Þá er sagt
að Þorsteini hafi orðið að orði er hann sá hvernig blóðið
fossaði óstöðvandi úr hálsinum á henni: „Þar tók andskotinn
við henni.“ Solveig svaraði því engu, en svo mikið skildi
14 Hugtök og heiti í bókmenntafrœdi (Rvík 1984), bls. 306.
101