Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 105
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
keyrið hans og vettlingarnir undir sessunni í hnakknum.
Varð mönnum nú mjög órótt af þessu öllu því menn sáu að
prestur hafði komið heim, en var nú allur horfinn. Var þá
farið að leita að honum og spurt eftir honum á öllum bæjum
sem líkindi þóttu að hann hefði að komið og fékkst þá sú
fregn að honum hefði verið fylgt heim að túngarðinum um
kvöldið, en hann ekki viljað fylgdina lengur. Eftir það var
gjörður mannsöfnuður og hans leitað í marga daga samfleytt.
En allt kom það fyrir ekki. Síðan var leitinni hætt og töldu
flestir það víst að Solveig mundi hafa efnt orð sín og séð svo
fyrir að hann fengi ekki leg í kirkjugarði og að hún mundi
hafa haft hann með sér í dys sína, en þó var þar aldrei leitað.
Þegar allri leit var hætt ásetti Þorsteinn vinnumaður prests
sér að hætta ekki fyrr en hann yrði þess vísari hvað orðið
hefði um húsbónda sinn. Þorsteinn þessi svaf í rúmi rétt á
móti konu þeirri er sofið hafði hjá Solveigu og var hún bæði
skýr og skyggn. Þorsteinn tekur sig til eitt kvöld, safnar
saman fötum og ýmsu sem var af prestinum, leggur það
undir höfuðið á sér og ætlar að vita hvort sig dreymi hann
ekki, en biður Guðlaugu að liggja vakandi í rúmi sínu um
nóttina og vekja sig ekki þó hann láti illa í svefni, en taka eftir
því sem fyrir hana beri; þar með lét hann loga ljós hjá sér.
Leggjast þau svo bæði fyrir; Guðlaug verður þess vör að
Þorsteinn getur með engu móti sofnað framan af nóttinni, en
þó fer svo um síðir að svefninn sigrar hann. Hún sér þá að
litlu seinna kemur Solveig og heldur á einhverju í hendinni
sem hún sá ekki glöggt hvað var; gengur hún inn á gólfið og
að skör fyrir framan rúm Þorsteins, því götupallur var í
baðstofunni, og grúfir yfir hann og sér að hún myndar til á
hálsinum á Þorsteini eins og hún vildi bregða á barkann á
honum. I því fer Þorsteinn að láta illa í svefninum og brýzt
um á hæl og hnakka í rúminu. Þykir henni þá að svo búið
megi ekki lengur standa, fer því ofan og vekur Þorstein, en
vofa Solveigar hopar fyrir henni og fékk ekki staðizt augna-
103