Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 107
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
Af Solveigu
SOLVEIG, án ættar, alls. Hver var hún, hvaðan? Líklega verður
þessu aldrei svarað til víss, en hér skulu nú dregnar saman
nokkrar heimildir. Hallgrímur Jónsson djákni var á dögum
1780—1836. Hann tók saman annál, og þar er ítarleg frásögn af
dauða Solveigar, sem virðist „skrásett þegar eftir atburð þenn-
an . . .“ eins og Hannes þjóðskjalavörður segir,1 og þó hefur
Hallgrímur tíðindin eftir ókunnum heimildamanni. Hann
skrifar:
1778. . . . Laugardaginn fyrir pálmasunnudag [11. apríl]
skar sig á háls ógift stúlka á Miklabæ í Blönduhlíð í
Skagafirði af sinnisveiki; var prestinum tilsagt og var hún
með lífsmarki, þá hann kom, og sem hann sá þessa skelfi-
legu sjón, féll hann í öngvit, en sem hann við raknaði var
hún dáin. Hún hét Solveig; meintu sumir hún hefði viljað
eiga prestinn, hafði hún áður hjá honum ráðsstúlka verið.2
Hallgrímur settist í Hólaskóla árið 17953 og hafði því alla
burði til að hitta glögga heimildamenn, jafnvel sjónarvotta, og
ugglaust hefur Hólamönnum orðið tíðrætt um atburði, dauða
Solveigar og hvarf biskupssonar.
I Höskuldsstaðaannál er smáklausa um sjálfsvíg Solveigar:
Skar sig á háls til bana af þungum þönkum vinnukona ein
á Miklabæ í Blönduhlíð. Það var og mælt, að önnur hefði
á sama hátt fargað sér að Möðrufelli í Eyjafirði. Guð
varðveiti oss.4
Magnús Pétursson (1710—84) prestur, höfundur annálsins,
hefur „auðsælega lagt sig fram um að afla góðra heimilda, og
1 Blanda IV, bls. 70-71.
2 Sama heimild.
3 Páll Eggert Ólason: íslenzkar æviskrár, II (Rvík 1949).
4 Annálar 1400-1800, V, bls. 564.
105