Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 109
AF SOLVEIGU OG SÉRA ODDI
prestsins. Hinni varð mjög hverft við og hljóp á brottu og
sagði til. Var Solveigar þá vitjað, og var hún dauð. Segja
sumir hún hafi heitið því að njóta prestsins dauð ef hún
mætti ei kvik. Var hún nú úthafin og dreymdi þá Odd
prest, að hún kom að honum og bað hann sjá til, að hún
yrði grafin í kirkjugarði. Prestur tók það fyrir bendingu
og leitaði þess við biskup og fékk ekki; var hún síðan
grafin utangarðs. Eftir það dreymdi prest aftur, að hún
kom að honum og kvað hann illa hafa orðið við bæn
sinni, enda mundi hann ei heldur fá leg í kirkjugarði; er
nú þetta haft eftir heimamönnum hans sjálfs.9
Næst er gripið niður í frásögn sr. Páls á Brúarlandi:
Oddur þessi bjó fyrst fram í Skagafjarðardölum, með
ráðskonu, er Solveig hét. Þar eftir vígðist hann til Mikla-
bæjar og Silfrastaða í Blönduhlíð, og þangað fór ráðs-
konan með honum. Hún vildi fegin eiga hann, en hann
vildi ekki. Hún hafði verið stillt og skikkanleg stúlka og
bar harm sinn í hljóði. Eftir þetta giftist séra Oddur
stúlku, er Guðrún hét. Solveig var samt kyrr hjá þeim sem
vinnukona. Eitt sinn bar svo við að presturinn messaði á
annexíunni Silfrastöðum, og um daginn var lesinn húslest-
ur heima á Miklabæ. Að honum nærri enduðum tekur
Solveig kistulykla sína og gengur ofan. Eftir lesturinn fer
vinnumaður einn fram og út fyrir bæinn. Hann sér hana
þá hálsskorna, og henni er að blæða út. Aður en hún er
jörðuð, dreymir prestinn hana, og hún biður hann sjá til,
að hún verði jörðuð í kirkjugarði, þó ekki hafi hún mátt
njóta hans. Hann fer til Hóla og talar um þetta við biskup
Gísla föður sinn, en það var ekki fáanlegt (því maðurinn
var siðavandur og fastheldinn); er hún síðan dysjuð utan-
garðs. Eftir þetta dreymir prest hana aftur, og þá segir
9 Saga frá Skagfirðingum, fyrsta bindi, bls. 120.
107