Skagfirðingabók - 01.01.1986, Side 110
SKAGFIRÐINGABÓK
hún: „Fyrst eg fékk ekki að leggjast í kirkjugarð, þá skaltu
ekki leggjast nær honum en eg.“ — Nú líða fram tíðir, svo
ekkert ber á, til þess haustið 1786 . . . .10
Handrit séra Páls er til í uppskrift Gunnlaugs á Skuggabjörg-
um. Honum hafa ekki fallið þau ummæli klerks, að Solveig væri
stillt og skikkanleg stúlka og skrifað á spássíu: „betur að satt
hefði verið.“u
Gísli Konráðsson hefur fært í letur þessa frásögn um sr. Odd
og Solveigu:
Bjó hann fyrst ógiftur um hríð með ráðskonu þeirri, er
Solveig hét, ættuð úr Fljótum; er sagt hún væri rösk og
kynni handiðnir. Var það mælt, að hún vildi eiga prest.
Oddur prestur kvongaðist 1777 og fékk Guðrúnar dóttur
Jóns prests Sveinssonar . . . Þá er prestur hafði fengið
Guðrúnar, tók Solveig fásinnu mikla og fór jafnan vax-
andi, og var talið, að mjög setti hún fyrir sig, að hún fékk
eigi að ganga með presti, en var þó á vist með honum.
Kom svo, að sterkar gætur voru á henni hafðar, og allur
voði frá henni tekinn, með því að hún vildi fara sér.
Guðlaug hét mær ein um tvítugt, Björnsdóttir prests frá
Arskógi, systir Snorra prests á Hjaltastöðum og Jóns
snikkara í Hjaltastaðakoti. Var hún vistum á Miklabæ og
skyldi gæta Solveigar og sváfu þær saman. Nú var það
miðvikudag einn á föstu, er prestur söng á Silfrastöðum,
meðan lesið var á Miklabæ, að Solveig bað Guðlaugu að
ljá sér hníf er hún átti, en Guðlaug var látin geyma; vildi
hún spretta nokkru með honum. Varaðist Guðlaug það
ekki og léði henni hnífinn, því lítið hafði þá um hríð borið
á hugsýki Solveigar. En þegar gekk Solveig út og skar sig á
10 Blanda IV, bls. 64—65.
11 Sama heimild, bls. 64. Ekki er fullvíst, að Gunnlaugur hafi sjálfur gert þessa
athugasemd, hún gæti verið yngri.
108