Skagfirðingabók - 01.01.1986, Síða 112
SKAGFIRÐINGABÓK
um, sagði mér, að sig minnti að hann hefði heyrt, að hún
hefði verið úr Hrollleifsdal og Þorleifsdóttir. — Solveig
var lítillar ættar, en vel að sér ger og hin sjálegasta.
Nokkuð þótti hún lundstór, en stillti þó vel í hóf, var
ágætlega verki farin og stundaði bú prests ágætavel.14
Jón segir, að Oddur prestur hafi verið
hinn glæsilegasti maður og virtist hverjum manni vel. Er
mælt, að Solveig hafi fellt hug til hans og jafnvel fest á
honum svo mikla ást, að varla mátti sjálfrátt telja. Deilir
nú sagnir nokkuð á um það, að sumir telja að hugur prests
hafi einnig hneigzt til hennar, en bæði honum sjálfum, og
þó sérstaklega fólki hans, þótt Solveig ættsmá og hafi því
séra Oddur horfið frá því ráði, en aðrar sagnir telja þenna
orðróm aðeins dreginn af ástleitni Solveigar, en prestur
hafi engan taum gefið henni á sér, en aðeins komið vel
fram við hana og verið því betur til hennar, sem honum
líkuðu verk hennar betur en annarra heimiliskvenna.
Það er mælt, að Solveig hafi ekkert vitað, að það stóð til
að séra Oddur kvæntist, fyrr en hann kom heim að
Miklabæ með konu sína. Þetta er þó mjög ólíklegt. ... —
Hitt er eflaust rétt, að Solveigu féllst mjög um ráðabreytni
prests, og er mælt, að hún hafi talið hann hafa brugðið
eiginorði við sig.15
Um afturgöngu Solveigar segir Jón:
Heimafólk á Miklabæ og fjölmargir í grenndinni þóttust
sjá Solveigu ganga ljósum logum og oftast þannig, að hún
var með höfuðið kert aftur. á bak, og stóð blóðboginn úr
hálsinum. Varð þetta sem smitandi faraldur, að hver sagði
öðrum frá sinni sýn og hver gerði annan því óttafyllri sem
fleiri sögðu frá. Þorði fólkið á Miklabæ ekki ofan, er
14 Gríma XXIII, bls. 4.
15 Sama heimild, bls. 4 — 5.
110