Skagfirðingabók - 01.01.1986, Page 114
SKAGFIRÐINGABÓK
Víst hefur „ferhyrnt stykki“ verið skorið vandlega úr einni
síðu kirkjubókar Miklabæjarsóknar 1747—1784 (sbr. mynd), en
litlar líkur eru til að þar hafi verið skráð andlát Solveigar. Hafi
svo verið og einhver síðan talið ástæðu til að má þann gerning
brott, hefur það verið gert skömmu síðar, því ekki hefur þá
verið útfyllt baksíðan. Þar endar færsla fyrir ofan skarðið og
neðan þess hefst önnur. Það væri fjarska undarleg tilviljun, að
færslur á hvorri síðu hefðu staðizt svo nákvæmlega á, að engu
skeikaði. Enn er til þess að taka, að til er annar þögull vitnis-
burður frá hendi sr. Odds. Prestar sendu biskupum árlega
skýrslur um fædda og dána í sóknum sínum, fermda og gifta.
Sr. Oddur sendi plögg sín skilvíslega, að því er séð verður, og
árið 1778 dóu þrír af „hunkjön" í sóknum hans, tvö ungbörn og
ein kona á aldrinum 41—50 ára. Að óreyndu mætti ætla, að þar
væri Solveig komin, en neðanmáls hefur sr. Oddur hins vegar
bætt við dánarorsök:
NB. Sú eina stúlka undirréttast af gulusótt burtdáin, hinir
af megnum hósta.18
Skrif sín hafa prestar óefað tekið saman eftir kirkjubókum, og
því rennir þessi skýrsla frekari stoðum undir það álit, að lát
Solveigar hafi aldrei verið fært til bókar. Hún féll fyrir eigin
hendi og sagði sig úr kristinna manna lögum með þeim
voðaverknaði.
Solveig, stillt og skikkanleg, rösk, kunni handiðnir. Aðrar
frásagnir um hana lúta að ágengni, voðaverkum og fordæðu-
skap. Sögusamúðin er með sr. Oddi og hans fólki, nema ef vera
kynnu frásagnir sr. Páls á Brúarlandi og Jóns Jóhannessonar og
kvæði Einars Benediktssonar. Sr. Oddur hóf búskap vorið
1768, á Miklabæ, að telja verður fullvíst, þótt ein heimild geti
annars. Hann kvæntist ekki fyrr en sumarið 1777. Solveig stóð
fyrir búi hans innan stokks, og hún hlýtur að hafa verið rösk,
18 Biskupsskjalasafn, B VII,3. Þjóðskjalasafn.
112